Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Bókin Jeppar í lífi þjóðar er 280 blaðsíður í stóru broti. Þar eru um 600 ljósmyndir sem sýna hvernig jeppar hafa snert Íslendinga á fjölbreyttan hátt.
Bókin Jeppar í lífi þjóðar er 280 blaðsíður í stóru broti. Þar eru um 600 ljósmyndir sem sýna hvernig jeppar hafa snert Íslendinga á fjölbreyttan hátt.
Mynd / Forlagið
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann lifandi ljósi á þennan merka kafla í íslenskri samgöngusögu í bók sem myndskreytt er með 600 ljósmyndum.

Þetta er þykk og eiguleg bók í stóru broti sem gaman er að fletta í gegnum. Henni er skipt upp í níu kafla sem eru helgaðir helstu jeppategundum síðustu aldar. Í upphafi er talað um Willys-jeppana sem komu fyrst á stríðsárunum. Þá er kafli tileinkaður Land Rover og annar sem snýr að Rússajeppunum. Sérstök umræða er um aðra jeppa eins og Gipsy, Scout, Lapplander, Bronco og loks fjölbreytt úrval japanskra jeppa. Enn fremur eru sérstakir kaflar um torfærukeppnir og fjallaferðir.

Bókin er byggð upp á þann hátt að ljósmyndir leika aðalhlutverk og er undir hverri greinargóður myndatexti. Lesendur geta því gripið niður í bókina hvar sem er og lesið sig í gegnum hana í þeirri röð sem þeir vilja. Að auki við myndir má sjá gamlar auglýsingar sem voru notaðar í markaðssetningu jeppabifreiða eða blaðagreinar þegar jeppar rötuðu í fréttir. Jeppaáhugamenn með stutta athyglisspönn geta því gert sér þessa bók að góðu.

Hér má sjá opnu úr kaflanum sem snýr að Willys-jeppunum. Þeir voru meðal þeirra jeppa sem snertu bændur hvað mest, enda öflug landbúnaðartæki og komu á sjónarsviðið um það leyti sem vélvæðing reið yfir íslenskar sveitir.

Þessi ljósmynd eftir Ottó Eyfjörð sýnir krakka með hvolpa sitja framan við Bronco-jeppa. Ártal óþekkt, en sennilega tekin á sjöunda áratugnum.

Guðmundur Hjörleifsson tók þessa mynd af óþekktu fólki á Austin Gipsy-jeppa með gripakerru í eftirdragi árið 1965.

Willys-jeppi í heyskap á Torfastöðum á áttunda áratugnum. Ljósmyndina tók Guðmundur Óli Ólafsson.

Í Aðalvík á Hornströndum mátti sjá þennan Willys-jeppa á áttunda áratugnum. Ljósmynd eftir Sigurð Jónsson.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...