Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 2. september 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

„Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ sagði Øyvind Kanstad Hansen, norskur laxakafari, í viðtali við fréttastofu Sýnar í síðustu viku en hann hafði ásamt félögum sínum verið kallaður til landsins til að leita að eldislaxi í Haukadalsá og víðar. Og norski kafarinn bætti við: „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“

Kannski er þetta svolítið stórkarlaleg yfirlýsing hjá Norðmanninum en jafnlíklegt er að landsmenn hafi ekki efni á því að horfa fram hjá athugasemdinni. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Matvælastofnun voru þrír af ellefu löxum sem stofnunin upprunagreindi úr Haukadalsá í síðustu viku eldisfiskar. Uppruni þessara þriggja laxa var úr Dýrafirði þar sem gat fannst á eldiskví Arctic Fish við Eyrarhlíð nokkrum dögum áður. Átta af löxunum reyndust af villtum uppruna.

Í tilkynningu MAST kemur fram að fleiri laxar berist til Hafrannsóknastofnunar úr öðrum ám og verða þeir sendir til erfðagreiningar. Það á sem sagt eftir að koma í ljós hvort strokulaxar finnist í fleiri ám. Bændur, sem eiga hagsmuna að gæta, bíða væntanlega með öndina í hálsinum eins og veiðileyfishafar, stangveiðifólk og annað fólk sem þykir mikilvægt að viðhalda stofni Atlantshafslaxins. Sá stofn hefur farið minnkandi og ein af helstu ógnunum við viðgang hans er blöndun eldisfisks.

Spurningin er hvenær telja má að blöndun hafi átt sér stað eða hætta sé á að hún eigi sér stað. Í frétt á mbl.is segir Kanstad Hansen að Fiskistofan í Noregi íhugi að grípa til aðgerða ef 4% laxa í ám séu eldislaxar. „Ef 10% af löxum í ám séu eldislaxar þá sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða,“ segir enn fremur í fréttinni. Hver eru viðmið eftirlitsstofnana hér á landi? Og hver eru úrræðin? Verður aftur hringt í norska laxaskutlarann? Eða er kannski skynsamlegt að endurskoða starfsemi sjókvíaeldisstöðva í kringum landið? Í fréttatilkynningu frá MAST sl. mánudag segir að þó svo „að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám er núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafa veiðst“.

Þess verður að geta að þrátt fyrir að Kanstad Hansen telji Norðmenn vera ansi langt á undan Íslendingum í viðbrögðum við ógninni af eldisfiski, þá hafa rannsóknir og skýrslur norskra vísindamanna á undanförnum árum sýnt að allt að tveir þriðju hlutar villtra laxastofna í þarlendum ám beri nú merki erfðablöndunar við eldislax. Og 30% stofna eru metnir í slæmri stöðu vegna mikilla erfðabreytinga. Viðbrögð Norðmanna virðast því ekki vera að skila árangri þó að þau séu sögð á mun þróaðra stigi en hér á landi.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...