Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 18. ágúst 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Það er makalaust hvað samfélagsumræðan getur verið skrýtin. Í tilefni af fréttum um verðbólgumælingu Hagstofunnar í júlímánuði er Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, í viðtali í sjónvarpsfréttum RÚV. Þar bendir hún á að fyrirtæki í landinu hafi ekki staðið við loforðin sem gefin voru í síðustu kjarasamningum um að halda aftur af verðhækkunum og nefnir að eldsneyti hafi ekki lækkað í takt við styrkingu krónu og heimsmarkaðsverð og svo telur hún miklar hækkanir á matvöru og raforku. Hún segir að stjórnvöld hafi brugðist algjörlega enda hafi orkan öll farið í eitt mál á vorþinginu og nánast ekkert verið gert í húsnæðismálum. Að því sögðu bætir hún við:

„Síðan höfum við séð hækkanir á kjöti og innlendri vöru sem að hluta til tengist þessum búvörulögum sem voru sett hérna í fyrra og núverandi stjórnvöld hafa ekki undið ofan af. Það mál var sett á ís á síðasta þingi og það má eiginlega segja að Alþingi hafi tapað sér í einu máli.“

Nú vill svo til að þessi búvörulög sem Halla nefnir voru sett með því yfirlýsta markmiði að hagræða í sláturhúsarekstri í landinu sem um áratugi hefur verið óhagstæður bændum og neytendum. Breytingin á lögunum var beinlínis gerð til þess að hækka afurðaverð til bænda og lækka verð til neytenda.

Nú er einnig svo að áhrifin af þessari breytingu á búvörulögunum eru ekki komin fram að neinu gagni því að þau sláturhús sem hafa verið sameinuð eru varla farin að leiða búfé til slátrunar en það mun gerast í talsvert auknum mæli í haust. Kannski vísar Halla til þess þegar hún með óljósum hætti talar um vöruhækkanir sem „að hluta til tengist þessum búvörulögum“.

Af þessum sökum er afar ólíklegt að hækkanir á kjötverði geti skýrst af breytingum á búvörulögum, enda benda bankarnir þvert á móti á að hækkun á matvælaverði stafi af því að verslunarrekendur hafi fært kjarasamningsbundnar launahækkanir beint út í vöruverð. Þeir benda á að verð á mat og drykk hafi raunar staðið nokkurn veginn óbreytt á milli síðustu mánaða og þetta sé raunar fyrsti mánuðurinn í ár þar sem matarkarfan hækkar ekki:

„Við höfðum áður bent á að hækkunarhrina matvæla á fyrri árshelmingi gæti brátt orðið bensínlaus og mæling júlímánaðar gefur til kynna að það gæti reynst rétt, að öðru óbreyttu. Við teljum ástæður vera þær að áhrif kjarasamningsbundinna launahækkana hafa að mestu þegar komið fram,“ segir í greiningu Íslandsbanka.

Hér skal ekki gengið lengra en svo að kalla þetta ónákvæmt framlag til umræðunnar um verðbólgu af hálfu Höllu Gunnarsdóttur þótt það verði að teljast langt seilst að setja bændur og fyrirtæki þeirra á bás með verslunareigendum sem helstu sökudólga verðbólgunnar. Sömuleiðis er umhugsunarvert að sjá forystufólk í íslensku atvinnulífi reiða ítrekað hátt til höggs gagnvart bændum landsins sem, eins og allir vita, ríða nú fæstir feitum hesti frá viðskiptum með afurðir sínar.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...