Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Mynd / Odd Stefan
Leiðari 30. júní 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins mælist til þess að stöðvuð verði aukin samvinna og sameining afurðastöðva hér á landi, enda blasi við að með því geti hagsmunir neytenda og bænda verið bornir fyrir borð. Bændur hafa hins vegar beðið þess í tuttugu ár að geta náð fram hagræðingu í rekstri hjá sér með því að lækka sláturkostnað, ekki síst með aukinni samvinnu og sameiningu afurðastöðva. Þannig myndi samkeppnisstaðan styrkjast gagnvart innfluttu kjöti sem kemur hingað frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á sviði slátrunar og vinnslu kjöts. Um leið myndi samkeppnisstaðan gagnvart smásölum í landinu styrkjast og ekki veitir af. Þar hefur takmörkuð samkeppnin afhjúpast í lágmarksmun á verði stóru búðakeðjanna. Um þau efni virðast varnaðarorðin ekki hógdræg úr hugarfylgsni forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

Skrifari sat raunar málfund Félags atvinnurekenda snemma vors þar sem verslunarstjóri Prís sagði farir sínar ekki sléttar á smásölumarkaðnum. Það reyndist nýrri verslun ekki auðvelt að komast inn á markaðinn þar sem risar tveir sátu á fleti fyrir. Verslunarstjórinn lýsti ýmiss konar brögðum sem þeir beittu til þess að gera nýrri búð erfitt fyrir að koma sér fyrir á markaðnum. Svo vildi til að forstjóri Samkeppniseftirlitsins var einnig á fundinum og sagði fátt um þessar lýsingar.

Kannski er ekkert við íslenskan smásölumarkað með matvörur að athuga. Það mætti þá segja neytendum það. Forstjórinn fær orðið hér með.

Stofnun Prís gefur raunar vísbendingu um að það sé svigrúm á markaðnum til þess að reka enn eina lágvöruverðsbúðina með stórhagnaði. Og auðvitað þarf ekki annað en að horfa á hagnaðartölur verslana sem þegar eru á markaðnum til þess að sjá að þarna er í raun og veru feitan gölt að flá.

Aukinni samkeppni á lágvöruverðsmarkaði ber að fagna en á hitt má líka benda að það er augljóst gat á hinum enda markaðarins. Kannski hefur íslenskt verslunarfólk verið full einsýnt í sinni hugmyndafræði um lágvöruverðsverslanir síðustu áratugi. Hér vantar nefnilega verslanir sem leggja um fram allt áherslu á fyrsta flokks matvöru, heilnæmar og hreinar matvörur sem framleiddar eru við bestu hugsanlegu aðstæður. Slíkar verslanir er víða að finna erlendis en hér á landi er augljóst að slíkar búðir myndu bjóða upp á upprunamerktar íslenskar landbúnaðarafurðir.

Væntanlega myndi slík búð ekki keppa á lágvöruverðsmarkaði, enda flytti hún ekki inn verksmiðjuframleitt kjöt eða annars og þriðja flokks grænmeti til þess að halda verðinu niðri. En slík búð myndi svara kröfum þeirra neytenda sem vilja vita hvaðan maturinn sem þeir borða kemur og hugsa umfram allt um hollustu hans og heilnæmi. Og sá hópur fer sífellt stækkandi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...