Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 18. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Ríkisstjórnin magalenti á árinu. Stóra planið virðist hafa verið að taka svo að segja alla slagi sem bjóðast í íslenskri pólitík, burtséð frá því hvort þeir geti skilað skynsamlegri niðurstöðu eða orðið til almannaheilla.

Margt kom á óvart, ekki síst það að svo virðist sem popúlíska harðlínan, sem tekin hefur verið upp í valdamesta ríki hins vestræna heims, skapi ákveðið svigrúm innan stjórnmálaumræðu norræna lýðræðis- og jafnaðarsamfélagsins hér uppi á Íslandi til einfaldra lausna, afturhalds og innantómrar yfirlýsingagleði.

Ýmis augljós dæmi mætti telja til en það óvæntasta var atvinnustefna forsætisráðherra sem fyrir vikið hefur ítrekað verið gerð að umræðuefni hér í Jarminu. Eftir að hafa bundið vonir við það að nýju fólki fylgdu nýjar og ferskar hugmyndir þá var þessi stefna afturhvarf til tíma sem vissulega skilaði þessu samfélagi langleiðina inn í nútímann en á forsendum sem ekki lengur ganga upp.

Forsætisráðherrann kynnti atvinnustefnu sína til næstu tíu ára sem „vaxtarplan“ og „hagvaxtarstefnu“ með áherslu á „einföldun regluverks“ sem liðki fyrir leyfisveitingum í orkumálum, svokallaðri „léttingu“ á byggingarreglugerð og jafnlaunavottun og svo var lögð áhersla á nýja byggðastefnu sem var trommuð upp með orðunum: „Tími stórframkvæmda er runninn upp á ný.“

Gárungar myndu kalla þetta MAGA-lendingu.

Stóra veilan í vaxtarplani ríkisstjórnarinnar er sú að það byggir á orkufrekum iðnaði sem kallar á fleiri virkjanir í okkar viðkvæmu en dýrmætu náttúru. Planið gengur þannig þvert gegn áralangri og upplýstri umræðu um náttúruvernd og loftslagsmál. Það gengur sömuleiðis gegn þeirri skoðun, sem maður vonaði að væri að myndast samfélagsleg sátt um, að nýsköpun í atvinnulífi þessarar aldar yrði umfram allt byggð á hugviti, rannsóknum og sköpunarkrafti mannsins, hvort sem er í grunnatvinnuvegum eða þróun nýrra tækifæra. Veilan í vaxtarplani forsætisráðherra er sú að það felur í sér afturhvarf til heimsmyndar sem maður hélt að hefði verið afskrifuð á fyrsta áratug aldarinnar. Engu er líkara en að forsætisráðherra komi ólesinn til leiks – eins og reyndar fleiri í hans liði – og skorti því gagnrýna afstöðu og mótstöðuafl gegn því öfugstreymi sem berst hingað með popúlisma Trumps og hans líka.

Hver bað um þetta þegar kosið var hér fyrir ári síðan? Hvað höfum við með þessa vaxtarhyggju og orkutrú að gera? Og hvað varð eiginlega um hina gagnrýnu og frjálsu anda sem hafa um árabil haldið uppi harðri umræðu gegn þeirri úreltu heimssýn sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur heldur nú fram fullum fetum? Þær raddir eru þagnaðar. Og kannski er fólk bara almennt hætt að lesa.

Atvinnu- og samfélagsbyltingin sem hér þarf að verða snýst ekki um orkufrekan iðnað og vaxtarhyggju í anda tuttugustu aldarinnar heldur heljarátak í endurreisn íslensks menntakerfis, allt frá leikskóla til háskóla, algera endurskoðun og uppbyggingu á styrkjum til rannsókna á öllum sviðum vísinda og fræða, aukinn stuðning við grundvallaratvinnuvegi á borð við landbúnað til að styrkja fæðuöryggi landsins og sjálfbærni og síðast en ekki síst stóreflingu á fjárfestingartrú ríkisins á menningarlegum og lýðræðislegum innviðum. Slík bylting á samfélaginu myndi ekki aðeins snúast um að viðhalda velmegun heldur einnig upplýsingu, lýðræðislegu jafnvægi, öryggi og viðnámi við hugmyndum sem sagan hefur kennt okkur að eru heiminum hættulegar.

Sá holi hljómur sem einkennt hefur pólitík stjórnarmeirihlutans þetta fyrsta ár er – þrátt fyrir ýmis önnur áföll – meginástæðan fyrir því að lendingin hefur ekki verið sársaukalaus.

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...

Metuppskera af þurrkuðu korni
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem s...

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman...

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum
Fréttir 18. desember 2025

Víða pottur brotinn hjá matvælafyrirtækjum

Á þessu ári hefur Matvælastofnun ráðist í átak varðandi eftirlit með vörum sem m...

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum
Fréttir 18. desember 2025

Óvissutímar vegna þróunar á alþjóðamörkuðum

Allir áburðarsalar nema einn hafa birt verðskrár sínar. Fram komnar verðhækkanir...