Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Af vettvangi Bændasamtakana 10. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Halla Hrund Logadóttir er flutningsmaður þingsályktunartillögu um afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera sem nú er fyrir umhverfis- og samgöngunefnd. Þar er lagt til að fela umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að móta stefnu sem leggur grunn að afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi í ljósi áhrifa þeirra á náttúru og vistkerfi:

„Í stefnunni skal koma fram skýr afmörkun landsvæða þar sem reisa má vindorkuver, hversu umfangsmikil þau megi vera á hverju svæði fyrir sig, hvaða markmið þau eigi að styðja, ásamt sjónarmiðum um eignarhald og áhrif á samfélagið. Stefnan skal leggja grunn að því að uppbygging vindorku sé unnin í skrefum á grunni varúðar og lærdóms með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga.“

Í greinargerð með tillögunni koma fram ýmsar forvitnilegar upplýsingar um vindorku á Íslandi. Samanlagt afl vindorkuverkefna í skoðun hér á landi er nú til að mynda meira en allt uppsett afl raforkukerfisins sem byggst hefur upp á mörgum áratugum. Flest verkefni í vindorku eru á höndum einkaaðila og segir í greinargerðinni að engin umræða hafi farið fram um þá breytingu sem stefnir í að verði á eignarhaldi grundvallarinnviða þjóðarinnar ef ekkert verður aðhafst. Í greinargerðinni segir:

„Til þessa hefur nýting orkuauðlinda á Íslandi skilað samfélaginu beinum arði, m.a. í gegnum fyrirtæki sem eru í eigu þjóðarinnar eða sveitarfélaga. Sú breyting gæti orðið að beinn arður af vindorku fari síður til samfélagsins nema sérstakar reglur séu settar. Þegar um auðlindanýtingu er að ræða er lágmark að útfæra löggjöf þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar. Enn hefur það ekki verið gert og spurningunni um hvort almenningur vilji almennt breyta eignarhaldi á orkuauðlindum hefur heldur ekki verið svarað.“

Einnig er bent á skort á framtíðarsýn um það hvar vindorkuver megi rísa sem leitt hafi til þess „að sprottið hafa upp tugir verkefna sem eru til skoðunar í rammaáætlun. Samþykki landeigenda þarf ekki að liggja fyrir til að virkjunarkostir séu teknir til skoðunar í rammaáætlun eða í umhverfismati sem þýðir að hægt er að setja af stað matsferli án samráðs við þá.“

Ýmislegt fleira vantar inn í framtíðartilhögun vindorkuverkefna hér á landi. Ljúka þarf við regluverk vindorku á hafi, segir í greinargerðinni, „en erlend orkufyrirtæki sækjast þegar eftir nýtingu hér við land og mikilvægt að við gefum ekki hafsvæði frá okkur án endurgjalds heldur leigjum það gegn gjaldi og til ákveðins tíma líkt og aðrar þjóðir hafa gert. Flest ríki líta nú til vindorku á hafi, m.a. vegna deilna um umhverfisáhrif vindorku á landi.“

Enn fremur skortir á stefnu um það hvernig skuli nýta vindorkuna. Sú umræða snýr raunar einnig að frekari beislun vatnsafls hér á landi. Ekki er seinna vænna að taka til hendinni í þessum efnum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...