Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Pizzaostamálið: Í húfi eru sem sagt hátt í fimmtíu íslensk kúabú svo það sé endurtekið enn og aftur.
Pizzaostamálið: Í húfi eru sem sagt hátt í fimmtíu íslensk kúabú svo það sé endurtekið enn og aftur.
Mynd / Aðsent
Skoðun 29. september 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Vafalaust hrista margir lesendur höfuðið þegar þeir heyra enn einu sinni fréttir um hið svokallaða jurtaostamál og lái þeim hver sem vill. Málið virðist við fyrstu sýn ekki stórvægilegt. En hvað er í raun í húfi? Og hvers vegna er verið að karpa um innflutning á ostum?

Svarið við seinni spurningunni er í raun afar einfalt. Það er karpað vegna þess að hagsmunasamtök heildsala í landinu halda úti harðri baráttu fyrir því að þeir geti tollfrjálst flutt inn til landsins rifinn ost með viðbættri jurtaolíu (stundum kallaður pizzaostur) sem var lengi ranglega fluttur inn undir merkjum jurtaosts en er í dag fluttur inn og flokkaður eins og annar mjólkurostur. Eins og Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands, benti á í grein á Vísi nýlega myndi tollfrjáls innflutningur á slíkum osti geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir mjólkurbændur og þar með mjólkurframleiðslu í landinu því að „11% af allri mjólk sem er framleidd í landinu fer bara í að búa til rifinn ost (pizzaost) sem neytt er í landinu eða um 17 þúsund tonn af mjólk. Það er mjólkurframleiðsla um 46 meðalkúabúa á ári.“

Þetta er í raun og veru kennslubókardæmi um mikilvægi tollverndar fyrir íslenskan landbúnað. Verði rifinn erlendur mjólkurostur fluttur inn til landsins án tolla snýr sú ákvörðun að 11% íslenskrar mjólkurframleiðslu eða framleiðslu um 46 fjölskyldubúa hér á landi. Sú ákvörðun myndi aftur á móti verja sérhagsmuni örfárra heildsala á suðvesturhorninu. Og enn fremur myndi þessi ákvörðun hagnast mjög erlendum mjólkurbændum sem yrði falið að framleiða mjólkurvörur fyrir okkur í stað íslenskra bænda.

Í húfi eru sem sagt hátt í fimmtíu íslensk kúabú svo það sé endurtekið enn og aftur.

Þetta er því ekkert smá mál. Það skiptir gríðarlega miklu máli að íslensk stjórnvöld átti sig á því og taki upplýstar og ábyrgar ákvarðanir. Það er í engum skilningi skynsamlegt að grafa undan íslenskum bændum eða innlendri matvælaframleiðslu yfirleitt. Þar er of mikið í húfi, ekki bara fyrir bændur heldur einnig alla þá sem gegna afleiddum störfum í íslenskum landbúnaði og ekki síst neytendur sem á endanum gætu þurft að súpa seyðið af misráðinni hagsmunagæslu fyrir heildsalana.

Íslensk stjórnvöld virðast þó engu að síður eiga erfitt með að greina hismið frá kjarnanum í þessu máli og upplýstu í síðasta blaði að ætlunin væri að heimila innflutning á umræddum osti tollfrjálst. Sú ákvörðun er ekki tekinn á grundvelli þess að þau þurfi að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Það er í raun ekkert í regluverkinu sem kallar á þessa ákvörðun. Hún er að því er virðist einungis tekin til þess að þjóna sérhagsmunum heildsala. Og það er að auki gert án þess að boðað samráð við samtök bænda yrði haft um málið.

Óhætt er að taka undir það með Guðrúnu Magneu að þetta er blaut tuska í andlit bænda.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...