Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 5. maí 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Margir muna sjálfsagt eftir því að vörugjöld á sykur, eða svokallaður sykurskattur, var settur á hérlendis árið 2013. Færri muna kannski að hann var afnuminn tæpum tveimur árum síðar. Talað var um að skatturinn hefði ekki skilað nægilegum árangri. Spurningin er hvort það hafi verið raunhæft að aðgerðin skilaði mælanlegum árangri á tæplega tveimur árum. En sykurskatturinn var auðvitað eitur í beinum þeirra sem höfðu hagsmuni af því að framleiða og flytja inn matvæli með miklum viðbættum sykri. Fyrir vikið var hart deilt.

Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan skatturinn var felldur niður hefur í sjálfu sér ekkert breyst í þessum efnum hér á landi, þó að upplýsingin um skaðsemi sykurs verði síst minni.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur frá árinu 2016 ráðlagt ríkjum heims að leggja skatt á vörur sem innihalda sykur og sætuefni. Stofnunin gerði það síðast í júní í fyrra. Leiðbeiningarnar byggja á niðurstöðum fjölmargra rannsókna sem sýna fram á að hækkaðar álögur á sykurrík matvæli, sem og skattaívilnanir fyrir matvæli sem talin eru holl, skila árangri.

Úttekt rannsókna- og upplýsingaþjónustu Alþingis á sykurskatti árið 2019 leiddi raunar sömu niðurstöðu í ljós. Embætti landlæknis skilaði það sama ár aðgerðaáætlun um að draga úr sykurneyslu að beiðni þáverandi heilbrigðisráðherra. Aftur var hart deilt og hugmyndir um nýjan sykurskatt voru skotnar í kaf. Rökin voru þau að forvarnir og fræðsla myndu skila meiri árangri.

Þverfaglegur starfshópur skilaði svo í febrúar í fyrra drögum að stefnumarkandi áherslum í forvörnum, heilsueflingu og meðferð. Þar var meðal annars lagt til að minnka álögur á hollari matvæli á borð við grænmeti og ávexti. Sömuleiðis ætti að ívilna þeim sem framleiða hollar fæðutegundir og svo ætti að hækka álögur á óhollar matvörur og sérstaklega gos- og orkudrykki. Aðgerðaáætlun byggð á þessari vinnu rataði inn í lýðheilsustefnu til 2030.

Enn sem komið er bólar þó ekki á aðgerðum, hvað þá nýjum sykurskatti. Andstæðingar hans segja að neytendur eigi að fá að velja sér matvæli án afskipta ríkisins. Með sömu rökum ætti að afnema gjöld á áfengi og tóbak.

Flest Norðurlandanna hafa innleitt sykurskatt í einhverri mynd og meira en fjörutíu önnur ríki í heiminum hafa farið sömu leið. Samkvæmt mælingum neyta Íslendingar meiri sykurs en allar nágrannaþjóðirnar. Við erum líka þyngri en gengur og gerist þar.

Er kominn tími til að endurskoða afnám sykurskatts? Hvaða árangri hefur sú aðgerð skilað fyrir lýðheilsu landsmanna?

Skylt efni: sykurskattur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...