Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 14. apríl 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er stutt umfjöllun um vefmiðilinn og -verslunina Matland.is sem sérhæfir sig í umfjöllun og sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum. Matvælin sem seld eru á vefnum koma að stórum hluta beint frá býli og eru því rekjanleg til bændanna sem framleiddu þau. Þau er hægt að fá send heim að dyrum eða á sérstakar stöðvar þar sem neytandinn getur nálgast þau. Þessi þjónusta er til fyrirmyndar og vekur spurningar um það hvort ekki sé ástæða til þess að ýta enn frekar undir möguleika bænda á að fullvinna matvörur í auknum mæli og koma beint á markað. Fram kemur í frétt af Búnaðarþingi að bændur vilja einfalda reglugerðina um lítil sláturhús á lögbýlum og fá skýrari leiðbeiningar frá ráðuneytinu og gera þannig framleiðslu og sölu beint frá býli auðveldari.

Allar aðgerðir sem stytta leiðina frá bændum til neytenda eru af hinu góða. Því styttri sem leiðin þarna á milli verður því sterkari verður vitundin um framleiðsluferlið, gæði og hollustu matarins, verðmyndunina, framboðið en líka kröfur markaðarins og eftirspurn. Öll myndum við standa betur.

Landlæknir hefur nú breytt ráðlögðum dagskammti af rauðu kjöti úr 500 grömmum á viku í 350 grömm að hámarki. Undir rautt kjöt fellur kjöt af nautgripum, svínum og sauðfé. Í staðinn er lagt til að borða fisk og svo baunir og linsur. Sömuleiðis mælist landlæknir til þess að minnkuð sé mjólkurneysla frá því sem áður var mælt með. Hún verði ekki meiri en 350 til 500 millilítrar á dag en áður var ráðlagður dagskammtur 500 millilítrar. Mælt er með fituminni mjólkurvörum, gjarnan sýrðum. Í stað mjólkur er mælt með því að fólk borði dökkt grænmeti, belgjurtir (baunir, ertur og linsur), hnetur og möndlur sem séu góðir kalkgjafar.

Allar byggja þessar ráðleggingar á nýjustu vísindum og rannsóknum og skal ekki efast um að þær séu settar fram af ábyrgð og þekkingu. Samt má benda á að hér er leitað langt yfir skammt. Kjöt- og mjólkurframleiðsla stendur með miklum blóma á Íslandi en baunir, linsur og ertur, hnetur og möndlur eru aftur á móti ekki ræktaðar hér í miklum mæli til manneldis. Heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða er einnig með því betra sem gerist í heiminum. Notkun sýklalyfja er til að mynda minni hér en í nánast öllum löndum Evrópu. Og þegar íslensk landbúnaðarafurð er valin veit neytandinn líka að hún er ekki langt að komin og þar af leiðandi að öllum líkindum með minna kolefnisfótspor en innflutt matvæli.

Það er að ýmsu að hyggja þegar matarbitinn er valinn.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...