Jarðvegsdagurinn 2025
Á faglegum nótum 11. desember 2025

Jarðvegsdagurinn 2025

Höfundur: Dr. Sólveig Sanchez, sérfræðingur hjá Landi og skógi.

Á síðustu árum hefur umræðan um jarðveg aukist talsvert. Við erum loksins að átta okkur á hvað heilbrigður jarðvegur er mikilvægur fyrir vistkerfin okkar og samfélagið í heild. Ég geri mér þó grein fyrir því að flestir lesendur séu meðvitaðir um mikilvægi jarðvegs, en til að undirstrika það enn frekar og í tilefni Alþjóðlega jarðvegsdagsins, skulum við ímynda okkur heim án jarðvegs.

Hugsum saman … Hvar myndu húsin okkar standa? Kannski ofan á bergi eða í hrauni. Við myndum líklegast finna nýja hönnun og byggingarleiðir. Hvaðan fengjum við vatnið okkar? Frá jöklum, vötnum og ám, en vatnið væri ekki lengur hreint þar sem jarðvegurinn síar frá mengunarefni ... Ekkert vatn myndi koma úr grunnvatnslónum … Hmm, við myndum þurfa að spara vatn, 96% af drykkjarvatninu okkar í dag kemur jú þaðan! Hvert færum við til að stunda tómstundir og afþreyingu? Það væri ef til vill hægt að ganga á fjöll (ber bergfjöll) og jökla, og fara í kajakferðir á vötn og ár. Hvergi væru skógar, votlendi, mólendi né graslendi, þannig að það væri t.d. ekki hægt að fara í berjamó. Bústaðurinn væri svolítið berskjaldaður fyrir veðrum og vindum, hvorki tré né gróður um kring. En, jæja, það væri enn þá hægt að fara í verslunarmiðstöðina, á bókasafnið að lesa plast- en ekki pappírs-bækur (munið, engin tré), og fara í bíó. Ég ímynda mér að Flyover Iceland yrði enn vinsælla en það er í dag! En … hvað myndum við eiginlega borða? Við myndum ekki finna hamborgara, grænmeti, eða vín. Ég ímynda mér að við myndum byrja að framleiða pöddur á rannsóknarstofum, en við gætum aðeins soðið þær og ekki djúpsteikt, þar sem það krefst olíu og hveitis. Í fullri hreinskilni, við myndum líklega deyja út, eins og flestar aðrar tegundir, þar sem 95% af matnum okkar á uppruna sinn í jarðveginum.

Þema jarðvegsdagsins í ár er „Heilbrigður jarðvegur fyrir heilbrigðar borgir“. Ný hollensk skýrsla bendir á að „heilbrigð borg byrjar á jarðveginum“. Í dag veldur ísig (e. infiltration) í borgum sérstökum áhyggjum þar sem úrkoman hefur aukist og fleiri öfgakennd úrkomutilvik í heiminum eiga sér stað. Úrkoma hefur aukist um 100–200 mm/ ár á Íslandi á síðastliðnum árum, samkvæmt Veðurstofu Íslands, og hlýnun á Íslandi verður meiri að vetri til en á sumrin, sem mun auka úrkomu enn frekar. Jarðvegur birkiskóga og heilbrigðra mólenda getur ráðið við þetta úrkomumagn og nær að halda ísigi jöfnu allt árið um kring. Hins vegar eru borgir eins og Reykjavík með fá heilbrigð græn svæði sem ná að sía til sín þetta úrkomumagn. Það er vandamál. Grænu svæði borgarinnar eru oft illa farin og rofin. Líffræðilegur fjölbreytileiki er lágur og jarðvegurinn ekki heilbrigður. Það er því lykilatriði að gera umbætur og fjölga svæðum með heilbrigðan jarðveg í borgarlandslaginu. Allt til að minnka líkurnar á flóðum og bæta umhverfið okkar.

Ég vona að mér hafi tekist að útskýra að líf án jarðvegs er ekkert líf. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er jarðvegurinn aðsetur næstum 59% tegunda jarðar. Á sama tíma erum við öll háð honum. Jarðvegur er grunnur lífsins.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...