Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Höfundur: Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með öldumynstri.

DROPS Design: Mynstur cm-016-bn

Stærðir: 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 (11/12) 13/14 ára Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: 92 (98/104) 110/116 (122/128) 134/140 (146/152) 158/164

Garn: DROPS COTTON MERINO (fæst í Handverkskúnst) 150 (150) 200 (200) 250 (250) 300 gr litur á mynd nr 05, púðurbleikur

Fylgihlutir: Teygja ca 40 til 70 cm.

Prjónar: Hringprjónn nr 4, 40 og 80 cm og 40 cm nr 3

Prjónfesta: 21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni með prjóna nr 4 = 10 x 10 cm. 23 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni með prjóna nr 3 = 10 x 10 cm. ATH: Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.

Leiðbeiningar á útaukningu: Prjónið fram að lykkju með merki í, sláið 1 sinni upp á prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 1 lykkju slétt (merkið situr í þessari lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Endurtakið við öll 6 merkin (= 12 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan:

Á undan lykkju með merki: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á eftir lykkju með merki: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni.

Mynstur

Sjá mynsturteikningu A.1. Síðasta umferð í mynsturteikningu sýnir hvernig fellt er af.

Stutt útskýring á pilsi: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Fyrst er prjónaður uppábrotskantur sem síðar við frágang er sett teygja að innanverðu, síðan er pilsið prjónað í hring jafnframt því sem aukið er út.

Uppábrotskantur: Fitjið upp 102 (106) 112 (120) 128 (138) 148 lykkjur með DROPS Cotton Merino á hringprjón nr 3. Prjónið 2 cm sléttprjón, prjónið 1 umferð brugðið (= uppábrots kantur), prjónið 2 cm sléttprjón. Setjið eitt merki hér, héðan er nú stykkið mælt frá.

Pils: Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið 1 umferð sléttprjón JAFNFRAMT sem fækkað er um 6 (4) 4 (6) 8 (12) 10 lykkjur jafnt yfir = 96 (102) 108 (114) 120 (126) 138 lykkjur. Setjið 6 merki í stykkið án þess að prjóna – setjið merkin í lykkju þannig að það eru 15 (16) 17 (18) 19 (20) 22 lykkjur á milli hverra merkja. Prjónið sléttprjón þar til pilsið mælist 1 cm frá merki. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt sem í næstu umferð er aukið út hvoru megin við hvert merki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið svona út í ca hverjum 2 (2) 2 (2) 2 (2½) 2½ cm alls 9 (10) 11 (12) 13 (14) 14 sinnum = 204 (222) 240 (258) 276 (294) 306 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 19 (21) 24 (28) 31 (35) 40 cm frá merki JAFNFRAMT sem í síðustu umferð er fækkað um 0 (1) 2 (3) 4 (5) 0 lykkjur jafnt yfir = 204 (221) 238 (255) 272 (289) 306 lykkjur.

Prjónið A.1 alls 12 (13) 14 (15) 16 (17) 18 sinnum hringinn á pilsinu. Þegar öll útaukning á A.1 hefur verið gerð til loka, eru 228 (247) 266 (285) 304 (323) 342 lykkjur í umferð. Síðasta umferð í A.1 sýnir hvernig fellt er af með uppslætti. Pilsið mælist ca 25 (27) 30 (34) 37 (41) 46 cm frá merki.

FRÁGANGUR: Uppábrotskanturinn er brotinn í umferð sem er prjónuð brugðið, leggið teygjuna sem er bundin saman í þeirri lengd sem passar í uppábrotskantinn og saumið uppábrotskantinn að innanverðu á pilsi – passið upp á að saumurinn verði ekki stífur. Pilsið mælist alls ca 27 (29) 32 (36) 39 (43) 48 cm.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...