Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Mynd / Borgar Páll Bragason
Fréttir 21. apríl 2015

Jarðarberin tveimur mánuðum fyrr á ferðinni en venjulega

Höfundur: smh
Garðyrkjustöðin Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum sendi fyrstu jarðarberin frá sér í búðir um miðjan mars, en jarðarber er þeirra aðal ræktunartegund. 
 
Að sögn Einars Pálssonar, sem á og rekur stöðina ásamt konu sinni, Kristjönu Jónsdóttur, settu þau upp lýsingu í vetur og eru að fikra sig áfram með þá tækni til að berin komist fyrr á markað. 
 
„Það skilaði sér í því að núna erum við um tveimur mánuðum fyrr á ferðinni með berin í búðir en á undanförnum árum. Rækt­unar­tímabilið lengist líka og við reiknum með að geta boðið upp á jarðarber langleiðina til jóla – og þá verði búið að uppskera milli 25 og 30 tonn. Við stefnum á að vera með framboð á berjum tíu mánuði ársins. Svo þarf vart að taka fram, að við notum eingöngu lifrænar varnir og ræktunin er eins vistvæn og hægt er að hugsa sér.“
 
Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, leit við á dögunum í Sólbyrgi og var hollenskur ráðunautur sérfróður í jarðarberjaræktun með í för. Hann heitir Rob Van Leijsen og var hann ánægður með það sem hann sá og væntir góðrar uppskeru. Rob hafði einnig fram að færa mjög gagnlegar ábendingar sem munu nýtast þeim hjónum til að ná enn betri árangri í ræktun sinni. 

8 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...