Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þingsályktunartillaga felur í sér að að ríkissjóður geti gengið inn í samþykkt kauptilboð í jarðir eða jarðahluta, leigt frumkvöðlum landið í allt að fimm ár og veitt kauprétt að þeim tíma loknum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Þingsályktunartillaga felur í sér að að ríkissjóður geti gengið inn í samþykkt kauptilboð í jarðir eða jarðahluta, leigt frumkvöðlum landið í allt að fimm ár og veitt kauprétt að þeim tíma loknum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd / Pixabay
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinni var lögð fram á Alþingi á yfirstandandi haustþingi.

Tillagan felur í sér að ríkissjóður, meðal annars í gegnum Byggðastofnun, geti gengið inn í samþykkt kauptilboð í jarðir eða hluta jarða, leigt frumkvöðlum landið í allt að fimm ár og veitt kauprétt að þeim tíma loknum, að uppfylltum skilyrðum. Fyrsta útfærsla fyrirkomulagsins á að liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2026.

Markmiðið er að styrkja nýliðun í matvæla- og fóðurframleiðslu, landvernd og skógrækt með því að auðvelda aðgang að landi og skapa raunhæfan möguleika á eignarhaldi til framtíðar.

Tillagan er sett fram í ljósi loftslagsbreytinga og óvissu í matvælamálum. Með kauprétti að landi fengju frumkvöðlar skv. þingsályktunartillögunni tækifæri til að byggja upp verðmæti, þróa framleiðslu og taka þátt í kolefnisbindingu og endurheimt vistkerfa.

Ætlað er að verkefnið myndi í fyrstu ná til takmarkaðs fjölda jarða og vera háð skýrum skilyrðum um sjálfbæra nýtingu og rekstrarhæfni. Jarðir yrðu keyptar á markaðsforsendum og leigðar með kauprétti, án skuldbindingar um endanleg kaup. Með þessu telja flutningsmenn að markaðsbrestur væri leiðréttur og fjármagnshindranir minnkaðar, án þess að hafa veruleg áhrif á verðþróun jarðnæðis.

Flutningsmenn tillögunnar eru þau Þórarinn Ingi Pétursson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Ingibjörg Isaksen, Halla Hrund Logadóttir og Stefán Vagn Stefánsson. Tillaga svipaðs efnis var áður flutt á 156. löggjafarþingi.

Skylt efni: Jarðakaup

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...