Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverðið 250 krónur á lítrann, sem er lækkun úr 265 krónum frá síðasta markaði.

Eins og á fyrri mörkuðum flyst greiðslumark mest til Skagafjarðar, eða 400 þúsund lítrar af alls rúmlega 778 þúsund lítrum sem keyptir voru. Næstmest fer á Suðurland, eða tæpir 140 þúsund lítrar. Sunnlenskir kúabændur selja mest af greiðslumarki, eða tæpa 370 þúsund lítra.

Alls voru 1.268.229 lítrar boðnir fram til sölu, en óskað eftir 913.450 lítrum.

Matvælaráðuneytinu bárust 35 gild tilboð um kaup og gild sölutilboð voru 24. Alls voru 20 seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra og selja 76 prósent af framboðnu magni. Kaupendur voru 29 sem buðu tilboð á jafnvægisverði eða hærra og fá allt magn sem sóst var eftir. Þannig voru sex kauptilboð undir jafnvægisverði og fjögur sölutilboð yfir jafnvægisverði. Tvö tilboð uppfylltu skilyrði um forgangsúthlutun til nýliða.

Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 398 kr. fyrir hvern lítra.

Í reglugerð um stuðning í nautgriparækt stendur um jafnvægisverð að það sé það verð sem myndast þegar framboðið magn er jafnt og eftirspurt magn eða lægsta verð sem jafnvægismagn getur verið selt og keypt á.

Greiðslumark sem boðið er til sölu á hærra verði en jafnvægisverði skal vísað frá markaði og á sama hátt kauptilboðum sem eru lægri en jafnvægisverð.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...