Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þórólfur Ómar Óskarsson.
Þórólfur Ómar Óskarsson.
Mynd / Úr einkasafni.
Lesendarýni 22. nóvember 2019

Já takk!

Höfundur: Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um endurskoðun nautgriparæktarsamningsins undanfarna daga. Háværustu mótmælin koma ekki úr óþekktri átt, aðallega frá þeim sem dreyma um að láta núverandi samning gilda, þar með talið niðurfellingu kvótakerfisins sem kemur inn að fullum kröftum um áramót nema endurskoðun fari í gegn. Rökin fyrir því að fella fyrirliggjandi samkomulag eru óþægilega lík rökunum fyrir því að afnema kvótakerfið.

Meðal þess sem margir virðast halda fram er að hér hafi átt að gera nýjan samning í heild. Svo er ekki. Stóri samningurinn sem tók gildi 1. janúar 2017 og gildir út árið 2026 er hinn eiginlegi samningur. Í honum er svo kveðið á um 2 endurskoðanir á gildistímanum, sú fyrri er það samkomulag sem nú er til umræðu og bændur kjósa um. Í gildandi samningi er skýrt kveðið á um að við endurskoðun 2019 verði kosið um hvort kvótakerfi verði áfram eður ei og kjósi menn það áfram „mun framhald þess byggjast á grunni fyrra kerfis” eða þess sem var við gildi til 31. desember 2016. 

Kvótinn festur í sessi og viðskiptum komið á

Tæp 90% kúabænda vilja halda í kvótakerfið og samkvæmt því hljóða breytingar á samningnum (samkomulagið sem nú um ræðir) svo að kvótakerfið verður fest í sessi og munu viðskipti fara fram á markaði líkt og árin 2011-2016, hvort sem háværum mótmælendum líkar betur eða verr. Auk þess eru nokkrar breytingar sem koma nýjar inn, þ.e. að það er 50.000 lítra hámark á hvað hver og einn framleiðandi getur óskað eftir á hverjum markaði, sem og að nú er í fyrsta sinn hámark á hvað hver og einn getur átt stórt hlutfall af heildargreiðslumarki hvers árs. Er það líklega gert til að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fáar hendur og er það í samræmi við þá stefnu sem félagsmenn LK samþykktu - að styðja við minni og meðalstór bú. Þessu fagna ég sérstaklega.

Samninganefnd bænda hefur gefið út að auk þessara framangreindra breytinga hafi þau farið fram með þá kröfu að hámarksverð yrði sett á jafnvægismarkaðinn. Það náði ekki í gegn í þeirri mynd en í stað þess er framkvæmdanefnd búvörusamninga falið að fylgjast með þróun markaðarins og grípa inní ef stefnir í voða. Forsendur inngrips eru svo líklega útfærðar í reglugerð eins og venjan er í stjórnsýslunni. Vissulega myndi ég vilja sjá þetta skýrara en sýni því skilning að um samningaviðræður er að ræða og enginn getur fengið allt.

Verðlagsmál

Því hefur verið haldið fram að þetta samkomulag skapi óvissu um verðlagsmál. Hið rétta er að óvissa hefur verið um verðlagsmál í allnokkurn tíma, því miður. Í núgildandi samningi er grein sem segir að svokölluð tekjumarkaleið eigi að taka við núverandi fyrirkomulagi, en líkt og margir kannski muna þá var ákveðið að fresta upptöku þeirrar greinar við samþykki samningsins í þinginu og áfram yrði stuðst við verðlagsnefnd. Í kjölfarið var samráðshópi falið að skoða málin og tillaga hópsins, sem skilað var í febrúar 2019, var að næstu fjögur ár skyldi verðlagsnefnd starfa og vinna að nýju kerfi. Í samkomulaginu nú er hins vegar ákveðið að skipa starfshóp sem hefur þetta hlutverk, þ.e. að endurskoða fyrirkomulag verðlagningar, í stað þess að fela verðlagsnefnd þá vinnu. Skal hópurinn hafa samráð við hagsmunaaðila og skila tillögum í maí á næsta ári. Í samkomulaginu er því lagt fram að taka málin fastari tökum en lagt var upp með í tillögum samráðshópsins og ákveðið að þetta mikilvæga mál skuli ekki unnið samhliða öðrum verkefnum verðlagsnefndar heldur sé þetta eina hlutverk viðkomandi starfshóps. Ég fagna því.

Til að draga þetta saman felur núverandi samkomulag eftirfarandi í sér:

•             Framleiðslustýring í formi kvótakerfis fest í sessi.

•             Niðurtröppun á greiðslum út á greiðslumarksmjólk er stöðvuð.

•             Viðskipti með greiðslumark komið á markað með jafnvægisverði.

•             Hámark sett á hvað hver og einn getur óskað eftir miklu magni á hverjum markaði.

•             Hámark sett á hlutdeild framleiðanda af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur. 

•             Gripagreiðslur eru auknar.

•             Nýtt ákvæði um stór skref í umhverfismálum.

•             Endurskoðun verðlagsmála komið í fastan farveg.

•             Samkomulag við ríkið um að vinna ákveðið að frekari styrkingu greinarinnar á öðrum grunni, t.d. með betri stuðningi við rannsóknarstarf. Þá verði sérstaklega skoðaður möguleikinn á samrekstri búa til hagræðingar.  

Auk þessa er vert að nefna að reglugerðir verða líklega endurunnar í samræmi við breytingarnar. Þar má nefna að eðlilegt er á þessum tímapunkti að endurskoða gæðakröfur fyrir sláturálag. Þær eru í dag að gripurinn má ekki vera eldri en 30 mánaða, þarf að ná 250 kg og má ekki falla í gæðaflokka P eða P-. Nú er komin reynsla á þessar kröfur og í samræmi við markmið endurskoðunar, þ.e. að meta hvernig framleiðslan hefur þróast, væri rétt að annað hvort auka þessar kröfur eða hafa fleiri aldursflokka svo dæmi séu tekin. 

Ég er ánægður með þetta samkomulag þó auðvitað sé alltaf eitthvað sem maður vildi sjá fara aðeins öðruvísi. Fólk hefur auðvitað mismunandi skoðanir um ágæti samkomulagsins en mér þykir bagalegt ef fólk er að dæma samkomulagið út frá röngum upplýsingum um á hvaða forsendum það er gert eða hvað það felur í sér. Það er einnig gagnrýnivert og engum til framdráttar að gera samningafólki okkar upp annarlegar hvatir í samningaferlinu líkt og gert var í grein sem birtist hér nýlega, það segir meira um þá sem setja slíkt fram en þá sem um ræðir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...