Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi í Kjós en þær Anna María Björnsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir deginum í samstarfi við VOR, félag lífrænna bænda og framleiðenda.
Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi í Kjós en þær Anna María Björnsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir stóðu fyrir deginum í samstarfi við VOR, félag lífrænna bænda og framleiðenda.
Mynd / ehg
Líf og starf 29. september 2022

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi í Kjós.

Kræsingar á boðstólum.

Dagurinn var skipulagður af neytendum og sjálfboðaliðum í samráði við VOR (Verndun og ræktun), sem er félag lífrænna bænda og framleiðenda, og Lífrænt Ísland, lifraentisland.is. Haldin var íslensk matarveisla, eingöngu úr lífrænum íslenskum hráefnum, og var vel sótt af gestum.

Markmiðið með deginum var að vekja athygli á lífrænni ræktun á Íslandi og þeim vörum sem verið er að rækta lífrænt á Íslandi. Ísland er langt á eftir mörgum Evrópuþjóðum þegar kemur að lífrænni ræktun en aðeins um 1,0% ræktaðs lands á Íslandi er ræktað með lífrænum aðferðum. Lífrænu bændurnir eru aðeins um 30 af 3.000. Sú tala hefur nánast staðið í stað í áratugi og ekki fylgt þeirri aukningu sem er að eiga sér stað í nágrannalöndum.

Anna María Björnsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir.

„Anna María Björnsdóttir fékk þessa hugmynd en við höfum unnið saman að gerð heimildarmyndar um lífræna ræktun á Íslandi sem kemur út á næsta ári. Síðan höldum við daginn í samstarfi við VOR til að vekja athygli á þessu frábæra starfi hjá íslenskum bændum í lífrænni ræktun. Markmiðið er síðan að dagurinn verði árlegur, þriðji sunnudagurinn í september, og að draga alla að borðinu sem tengjast þessum málaflokki. Þetta var dásamlegur dagur í alla staði og eitt skref af mörgum til að vekja fólk til vitundar um hvað lífræn ræktun er. Síðan var ánægjulegt að matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, mætti á viðburðinn og enn meira tilefni til að koma saman og fagna nýlegu útspili hennar, að láta gera aðgerðaráætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu hérlendis,“ segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari.

Skylt efni: lífræni dagurinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...