Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
„Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar," segir m.a. yfirlýsingunni.
„Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar," segir m.a. yfirlýsingunni.
Fréttir 22. nóvember 2021

Ísteka rannsakar vinnubrögð birgja

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Arnþór Guðlaugsson framkvæmdarstjóri Ísteka sendir í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu í framhaldi dreifingu myndbands sem sýnir harkalegar aðferðir við blóðtöku hryssa.

„Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn sem mun verða dreift víðar eftir helgina, má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rannsókn á birgjunum og atvikunum með það að markmiði að tryggja að svona vinnubrögð leggist af.

Ísteka er líftæknifyrirtæki sem framleiðir lyfjaefni úr blóði. Við undirstrikum að blóðgjafirnar eru undir eftirliti og framkvæmdar af dýralæknum og lúta  jafnframt eftirliti dýravelferðafulltrúa Ísteka sem og eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Við höfum velferð dýranna að leiðarljósi og gerum sérstaka dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem við skiptum við. Brot á ákvæðum þessa samninga eru tekin mjög alvarlega og eru ekki liðin,“ segir í yfirlýsingunni.

Bent er á vefsíðuna isteka.is og fésbókarsíðu fyrirtækisins fyrir nánari upplýsingar.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...