Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Mynd / acww.org
Líf og starf 16. maí 2023

Íslenskur hópur á heimsþing dreifbýliskvenna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dagana 17.-25. maí nk. fer fram 30. heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (ACWW) í Kuala Lumpur í Malasíu.

Auk þingstarfa og kosninga verður boðið upp á skoðunarferðir um nágrennið og blásið til hátíðarkvölds í Þjóðarhöll Malasíu.

Samtökin beita sér fyrir hagsmunum dreifbýliskvenna um heim allan og bættri stöðu þeirra innan eigin samfélaga.

Á vefnum acww.org.uk kemur fram að auk brýnna umhverfis­sjónarmiða er fókusinn fram til ársins 2026 meðal annars settur á umhverfisvæna tæknivædda ræktun, heilbrigði kvenna í dreifbýli og kennslu­ og þróunarverkefni ýmis, stór og smá.

Sem dæmi um slíkt verkefni er að safna fé fyrir áveitukerfi fyrir þorp í Afríku. ACWW hefur ráðgefandi stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi málefni dreifbýliskvenna.

Jenný Jóakimsdóttir á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum segir að 10 íslenskar konur, einkum af Suður­- og Suðvesturlandi, séu skráðar í ferðina. Um 450 þátttakendur frá öllum heimsálfum hafi boðað komu sína á þingið að þessu sinni.

Jenný sótti einnig Evrópuþing samtakanna í Skotlandi í haust. Hún segir íslenska hópinn hlakka mjög til að sækja þingið og kynna sér starf og áherslur ACWW nánar.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f