Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Líf og starf 5. september 2023

Íslensku gefinn séns á Vestfjörðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gefum íslensku séns er heiti átaks sem hefur verið í gangi á Vestfjörðum í sumar.

Markmið verkefnisins er að stuðla að vitundarvakningu um íslensku sem annað mál og ná sem víðast um Vestfirði. Að því standa t.a.m. Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær.

Aukinn sýnileiki íslenskunnar

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða. Hann segir ýmsa viðburði tileinkaða átakinu hafa verið í sumar, auk námskeiða. „Allt til þess að auka tækifæri fólks, innflytjenda, til að æfa sig í notkun tungumálsins og vekja móðurmálshafa til vitundar, sem er meginmarkmiðið, um hvað máltileinkun felur í sér.

Aukaafurð er aukinn sýnileiki íslenskunnar í enskuvæddum heimi,“ segir Ólafur. „Einstaklega skemmtileg er hin svokallaða hraðíslenska sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema augnamiðið er ekki að ná sér í maka heldur æfa sig í íslensku.“

Sjónum hefur einnig verið beint að börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku og var til dæmis í byrjun ágúst námskeið á Ísafirði tileinkað þeim, undir nafninu Tungumálatöfrar.

Gefum íslensku séns-átakið á Vestfjörðum stendur hið minnsta til miðs nóvember og er vonast til að Hólmavík stökkvi einnig á vagninn, að sögn Ólafs.

Skylt efni: menntun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...