Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Upprunamerki Noregs og Svíþjóðar.
Upprunamerki Noregs og Svíþjóðar.
Á faglegum nótum 7. desember 2021

Íslenskt upprunamerki matvöru

Höfundur: Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri á markaðssviði BÍ

Vaxandi hluti neytenda telur mikilvægt að geta valið íslenskar vörur og leggja sig fram um að styðja íslenska framleiðslu og verslun, en eitt helsta umkvörtunarefni neytenda er um skort á skýrum merkingum matvöru. Úrbætur eru því nauðsyn og fela jafnframt í sér tækifæri fyrir þá sem bregðast við.

Tæp 90% svarenda í markaðs­könnun segja upprunamerkingar matvöru skipta miklu máli í verslunum, um 80% óska upprunamerkinga á veitingahúsum og um 60% óska þess sama í matstofum.

Undirbúningur íslensks búvörumerkis stendur yfir. Niðurstaða starfshóps hagaðila á neytendamarkaði, fyrir atvinnuvegaráðuneytið 2020, var sú að Bændasamtökin skyldu stofna og reka slíkt merki. Að því er unnið og bestu fáanlegu fordæmi frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi nýtt, með 40 ára samanlagða reynslu. Þau byggja öll á sama samræmda regluverkinu. Íslenska merkið gengur inn í samstarfið og nýtir þá ómetanlegu þekkingu sem okkur býðst. Notkun merkjanna er valfrjáls, fyrirtæki sem þau nota gangast undir skýra notkunarskilmála. Norrænu merkin hafa haft jákvæð áhrif á viðhorf neytenda, aukið traust á innlendri matvælaframleiðslu og upplýsingagjöf í verslunum.

Grundvöllur trúverðugra uppruna­merkinga er gagnsæi, því munu neytendur hafa aðgengi að regluverki merkisins, sem fylgt verður eftir með úttektum hjá notendum merkisins. En hvað mun íslenska merkið standa fyrir? Það má nota á umbúðir íslenskra matvara, blóma og matjurta samkvæmt einfaldri skilgreiningu, rétt eins og í áðurnefndum fordæmum.

  • Kjöt, egg, mjólk og fiskur skal ávallt vera 100% íslenskt.
  • Ræktun matjurta og blóma fer fram á Íslandi.
  • Öll vinnsla og pökkun fer fram á Íslandi.

Undantekning gildir fyrir samsettar matvörur sem skulu vera að lágmarki úr 75% íslensku hráefni, t.d. ávaxtajógúrt og pylsur.

Í samsettum matvörum skal kjöt, fiskur, egg og mjólk ávallt vera 100% íslenskt hráefni.

Finnska merkið.

En er nóg að Bændasamtökin haldi merkinu á lofti? Síður en svo enda ekki líklegt til árangurs, við stefnum að víðtæku samstarfi eins og hjá norrænu merkjunum. Þar nær notkunin til bænda og annarra frumframleiðenda, smáframleiðenda, matvælavinnsla og afurðastöðva, smásöluverslunarinnar og síðast en ekki síst neytendum sem treysta merkjunum. Í Noregi er merkið notað af 110 fyrirtækjum á 4.500 vörunúmer, 93% neytenda þekkja það, 60% leita að því við innkaup og 63% segja það auka traust til norskrar framleiðslu.

Uppbygging upprunamerkis er vandaverk sem þarf tíma til þroska, hér er ekki um átaksverkefni að ræða heldur langhlaup til framtíðar. Með samvinnu við norrænu merkin og fordæmum fylgt að fullu er stigið nauðsynlegt gæfuskref fyrir íslenska matvælaframleiðslu, verslun og neytendavernd.

Hafliði Halldórsson
Verkefnastjóri á
markaðssviði BÍ

Heimildir:
Skýrsla samráðshóps, atvinnuvegaráðuneytið 2020: Betri merkingar matvæla.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...