Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt timbur, já takk!
Skoðun 6. janúar 2022

Íslenskt timbur, já takk!

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands

Íslenskt timbur er gott timbur. Það er sjálfbært, vistvænt og vel vaxið. Í þjóðskógum Skógræktarinnar og í skógum skógræktarfélaga víða um land vex digurt úrvals timbur.

Mörgum kemur á óvart að svo sé, en þegar horft er á málin með raunsæi nútímans en ekki örvæntingarstuðli frumkvöðlanna má glöggt sjá að inni í víðfeðmum skógum landsins vaxa úrvals trjábolir á pari við viðarvöxt hjá samanburðarlöndunum víðfrægu; Skandinavíu, Rússlandi og Norður-Ameríku.  Síðustu þrjá áratugi hafa bændur á bújörðum einnig tekið sig til við að rækta skóg og hefur flatarmál nytjaskóga aukist með hverri gróðursettri plöntu.

Þekking og reynsla hefur vaxið einnig. Skilningur ræktenda á mikilvægi skógarumhirðu, svo sem tvítoppaklippingu, uppkvistun og millibilsjöfnun, mun skila sér í enn betri viði en hingað til og þá er nú mikið sagt. Gjöfula skóga má rækta víða um land og þannig leggjum við upp með timburöryggi þjóðar inn í framtíðina.

Bændasamtökin, ásamt fyrr­nefndum hagsmunaaðilum og fleiri velunnurum nytja­skógræktar, eru um þessar mundir að hefja samstarf um að koma timbrinu okkar betur til neytenda, enda tími til kominn. Þegar innflutningstölur á timbri eru skoðaðar má sjá að Íslendingar eru stórneytendur timburs af öllum gerðum. Það styttist í að hægt verði að bjóða heimaræktað timbur sem er samþykkt og samkeppnishæft við það innflutta. Það mun skila tekjum til bænda og annarra skógræktenda. Ætlunin er að bjóða íslenskt loftslagsvænt timbur á markað jafnt og þétt og koma þannig til móts við kröfur þeirra sem óska Jörðinni farsældar um ókomna tíð. Bændasamtökin sjá tækifærin í skógrækt, sérð þú skóginn fyrir trjánum?

Hlynur Gauti Sigurðsson,
búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...