Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskt timbur dregið í dilka
Af vettvangi Bændasamtakana 3. júlí 2024

Íslenskt timbur dregið í dilka

Höfundur: Eiríkur Þorsteinsson hjá Trétækniráðgjöf, Ólafur Ástgeirsson hjá Iðunni fræðslusetri og Hlynur Gauti Sigurðsson hjá BÍ. Höfundar koma allir að námskeiðinu.

Yfir aldirnar hefur venjan verið sú að Íslendingar hafa flutt inn timbur erlendis frá. Þetta timbur var af þess tíma framandi tegundum fyrir Íslendinga og fyrir vikið mjög eftirsótt til smíðar.

Nú er öldin önnur og þessar áður framandi tegundir hafa nú skotið rótum og vaxið vel hér á Fróni. Svo vel reyndar að ágæt reynsla er komin á notkun heimafengins timburs til margs konar smíða.

Um þessar mundir eru að verða tímamót á markaði timburs því glæsilegir skógar vaxa vítt og breitt um landið. Búast má við umtalsverðu framboði íslensks viðar næsta áratuginn úr skógum sem voru gróðursettir um aldamótin með fyrstu landshlutaverkefnum í skógrækt, oft nefnt bændaskógrækt. Þetta er fyrst og fremst viður af lerki og greni, en einnig er um að ræða furu, ösp og jafnvel birki.

Ágætu skógarbændur, skógræktarmenn og þeir sem eru að vinna við timburvinnslu úr bolum úr íslenskum skógum. Markmið okkar, sem eru Land og skógur, Skógræktarfélag Íslands, Bændasamtökin og Trétækniráðgjöf slf., er að haustið 2024 getum við selt íslenskt timbur fyrir burð í mannvirki, Svansvottað, stimplað og styrkflokkað samkvæmt ÍST INSTA 142:2009. Til þess að þetta væri hægt fengu Bændasamtökin í samvinnu við Trétækniráðgjöf slf. styrk frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (verkefnið ASKUR) til að vinna að verkefninu.Iðan fræðslusetur mun halda námskeið í samvinnu við ofangreinda aðila fyrir fyrirtæki i timburiðnaði og starfsmenn þeirra.

Námskeiðin sem IÐAN býður upp á eru tvö:

  • Námskeið fyrir starfsmenn til að læra styrkflokkun á burðarviði samkvæmt staðlinum ÍST INSTA 142:2009.
  • Námskeið til að upplýsa fyrirtæki um öryggi við að saga timburboli, gæðastjórnun og merkingu á timbrinu, allt samkvæmt staðlinum ÍST EN 14081-1.

Námskeiðin eru ætlað fyrirtækjum sem saga timbur og flokka það eftir burðargetu fyrir einstök innlend verkefni, en ekki til fyrirtækja til endursölu. Einnig geta aðrir sótt námskeiðið og fengið réttindi til að styrkflokka timbur.

Þegar trjábolur er metinn og sagaður þarf að sjá út eiginleika viðarins og saga eftir því. Efnið sem fæst úr söguninni er svo flokkað í styrkflokka eftir eiginleikum viðarins. Þannig má hámarka gæði og verð íslensks timburs.

Námskeiðin eru í formi myndbanda og kennslugögn eru samkvæmt ÍST INSTA 142:2009 og bókinni Gæðafjalir - viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám sem er notuð til stuðnings. Að námskeiði loknu fer fram verklegur matsdagur þar sem þátttakendur styrkflokka óflokkað timbur. Eftir að þátttakandi hefur staðist námskeiðið á hann að geta flokkað timbur samkvæmt staðlinum ÍST INSTA 142:2009. Við flokkun má nota timbrið sem burðarvið og undirgengst fyrirtækið sem starfsmaðurinn starfar hjá ábyrgð á timbrinu til kaupanda. Nánari upplýsingar um stimpil til að merkja burðarviðinn verður kynntur við lok á námskeiði.

Hér er um fyrsta námskeið sinnar tegundar að ræða en þegar fram líða stundir verður það kennt reglulega og verður jafnframt kennt í fagskólum. Skráning á nemendum og fyrirtækjum á námskeið fer fram á heimasíðu Iðunnar, idan.is, og stendur til 20. ágúst 2024. Haft verður samband við fyrirtækin og þátttakendur í kjölfarið. Prófadagur verður 24. september. Verð á námskeiðið verður auglýst síðar.

Það þor sem forysta ríkisins hafði skömmu fyrir aldamót með innspýtingu í bændaskógrækt er nú að skila sér til baka og mun líkast til gera um ókomna tíð. Samtímamenn hafa yfirleitt spáð vaxtarskilyrðum trjáa til verri vegar en raun bar vitni. Það er útlit fyrir góða timburuppskeru og „biðin“ eftir sjálfbæru Íslandi veður sífellt styttri. Landbúnaðurinn braggast enn betur í skjóli trjáa og tækifæri til búsetu um land aukast. Það er svo ótal margt sem skógurinn gefur. Nú munum við draga timbrið okkar í dilka, auka verðmæti þess, farga kolefnisspori sem fylgir innflutningi og efla sveitir landsins. Íslenskt timbur er komið til að vera.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...