Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sigurður Haraldsson, eigandi Pylsumeistarans, hefur einsett sér að nota alfarið íslenskt kjöt í sína framleiðslu. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið titilinn Kjötmeistari Íslands.  Mynd / ál
Sigurður Haraldsson, eigandi Pylsumeistarans, hefur einsett sér að nota alfarið íslenskt kjöt í sína framleiðslu. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið titilinn Kjötmeistari Íslands. Mynd / ál
Mynd / Ástvaldur Lárusson
Fréttir 29. september 2025

Íslenskt nautakjöt illfáanlegt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

„Ef ég fæ ekki íslenskt kjöt þá er það ekki til í búðinni hjá mér,“ segir Sigurður. Hann segir að frekar myndi hann hætta starfsemi en að selja innflutt kjöt. Að auki við nautakjöt notar Sigurður mikið svína-, lamba- og ærkjöt. „Ég hef ekki átt til nautahakk, hamborgara og bollur af því að ég fékk ekki íslenskt nautakjöt – og þá er það bara svoleiðis!,“ segir hann. Sigurður rekur verslunina Pylsumeistarann að Laugalæk í Reykjavík og er með kjötvinnslu í Kópavogi. Hann framleiðir fjölbreytt úrval af pylsum og öðrum kjötvörum.

„Svo virðist vera sem að það séu svo fáir eftir sem að slátra nautakjöti eftir þessi nýju búvörulög að þeir einoka markaðinn. Eins og ég sé þetta taka þeir nautakjötið fyrir sig og selja sjálfir. Áður fékk ég alltaf nautakjöt án vandræða í gegnum B. Jensen sem er núna orðið hluti af KS.“ Nýverið keypti Sigurður heilan nautgrip í gegnum Sláturhús Vesturlands í Brákarey, en vanalega kaupir hann úrbeinað kjöt frá stærri afurðastöðvum. „En ég fékk ekki hakkefni, þannig að ég þurfti að kaupa heilan grip,“ segir Sigurður.

„Við verðum að átta okkur á því að nautakjöt er lúxusvara. Bændur sem eru að rækta naut verða að fá borgað samkvæmt því. Það vill enginn vinna frítt og bændur eiga ekki að þurfa að gefast upp á að vera með búskap. Við verðum að passa bændurna okkar. Ef það kemur eitthvað ástand upp á í heiminum skipta Íslendingar engu máli. Að bændur skuli þurfa að vinna aðra vinnu með búskapnum til að lifa af er alveg hræðilegt.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...