Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Mynd / Robert Harson
Utan úr heimi 9. október 2024

Íslenskir hestar bjarga sanddyngjum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Íslenskir hestar leika lykilhlutverk í nýrri beitaráætlun á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.

Á Marchfeld-svæðinu, sem liggur milli Vínar og Bratislava, voru áður stór svæði þakin sanddyngjum. Skógrækt og akurlendi hafa þrengt að sandinum og aðeins örfá svæði standa eftir. Sanddyngjurnar eru heimili einstakrar flóru og dýralífs og má þar finna lífverur sem eru í útrýmingarhættu.

Í bænum Lassee, sem er á Marchfeld-svæðinu, hafa stjórnvöld sett af stað beitaráætlun í samstarfi við sérfræðinga frá verndarsvæðum og náttúruverndardeild Neðra- Austurríkis en verkefnið er fjár- magnað af einkafélaginu Blühendes Österreich - BILLA og Evrópusambandinu (ESB). Svæðin eru meðal annars beitt af íslenskum hestum frá hrossabúgarði sem rekin er af Petru Busam.

„Ef litið er yfir söguna þá voru það stór beitardýr sem færðu líffræðilegan fjölbreytileika til Marchfeld. Eftir að dregið hefur saman í beitarbúskap á svæðinu hafa mörg búsvæði ákveðinna lífvera og tegundir farið forgörðum. Hestabeit hjálpar til við að koma í veg fyrir ofvöxt runna og varðveita þannig fjölbreytileika á svæðinu. Ég er ánægð að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið með hrossunum mínum,“ segir Petra.

Samkvæmt Tobias Schernhammer, forstöðumanni verndarsvæðanna, skapar beitin opin svæði á jörðinni og hestaskíturinn tryggir líf fyrir um 500 tegundir af skordýrum. Beitarstjórnunin stuðlar einnig að fjölbreytileika flórunnar. Öfugt við slátt þá hreinsa hrossin eingöngu gras og stuðla þannig að lífvænlegu umhverfi tiltekinna blóma og jurta.

Skylt efni: Sanddyngjur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...