Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Uppáklæddar í þjóðbúning, frá vinstri: Elísabet Eðvarð Rafnsdóttir, Eyrún Olsen, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Guðlaug Sigmundsdóttir og Valdís Jónsdóttir. Þær eru í upphlut, faldbúningi og peysufötum.
Uppáklæddar í þjóðbúning, frá vinstri: Elísabet Eðvarð Rafnsdóttir, Eyrún Olsen, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Guðlaug Sigmundsdóttir og Valdís Jónsdóttir. Þær eru í upphlut, faldbúningi og peysufötum.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 10. október 2025

Íslenski þjóðbúningurinn í öndvegi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður sannkölluð menningarveisla á Suðurlandi um miðjan október þegar Þjóðbúningafélag Íslands stendur fyrir hátíðinni „Þjóðbúningar og skart“. Hátíðin fer fram laugardaginn 11. október á Selfossi og sunnudaginn 12. október á Eyrarbakka. Sýndir verða 50 endurgerðir þjóðbúningar.

Á laugardeginum hefst dagskráin klukkan 13.00 í Grænumörk 5 á Selfossi (salur eldri borgara). Þar verður opnuð sýning á 50 endurgerðum íslenskum þjóðbúningum. Einnig verður kynning á fjölbreyttu handverki og í boði verður minjagripasala. Helgi Hermannsson leikur á nikkuna og klukkan 14.00 setur Eyrún Olsen viðburðastjóri hátíðina formlega. Að því loknu mun Margrét Skúladóttir, formaður Þjóðbúningafélags Íslands, kynna starfsemi félagsins. Deginum lýkur með hópmyndatöku klukkan 16.10 af öllum sem mæta í þjóðbúningum.

Fornbílar og skrúðganga á Eyrarbakka

Á sunnudeginum flyst hátíðin yfir á Eyrarbakka þar sem dagskráin hefst klukkan 13.30 í þremur húsum Byggðasafns Árnesinga. Í einu þeirra flytur Almar Grímsson lyfjafræðingur fyrirlestur um undanfarana, sem héldu vestur um haf árið 1870. Að honum loknum verður gengið í skrúðgöngu með fornbílum að Sjóminjasafninu þar sem Lýður Pálsson safnstjóri og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður fjalla um silfursjóð safnsins. Að því loknu verður gengið aftur í Húsið þar sem Linda Ásdísardóttir safnafræðingur býður gesti velkomna á sýninguna „Yfir beljandi fljót“. Hátíðinni lýkur um klukkan 16:00 með myndatöku við Húsið. Strax á eftir verður öllum boðið upp á kaffi og kleinur í boði Þjóðbúningafélags Íslands.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...