Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Mynd / MHH
Líf og starf 9. nóvember 2021

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var stór hópur boðsgesta, sem mætti á formlega opnun Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi fimmtudaginn 21. október. Um er að ræða nýja upplifunarsýningu um skyr og matarmenningu Íslands. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður.

Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands, með foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Gunnari Björnssyni og Rut Fjölnisdóttur, sem eru að sjálfsögðu mjög stolt af dóttur sinni.

Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna, sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. 

Starfsmenn MS á Selfossi, þau Jóna Steingrímsdóttir og Björn Magnússon (t.v.) og kúabændurnir í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, þau Samúel Eyjólfsson og Þórunn Andrésdóttir, mættu við opnunina, alsæl með nýju sýninguna.

Ari Edwald hjá MS og Magnús H. Sigurðsson, fyrrverandi bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, eru mjög ánægðir og stoltir af nýja Skyrlandinu í nýja miðbænum á Selfossi.

Skylt efni: Mjólkursamsalan | Skyr | Skyrland

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...