Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri
Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri
Fréttaskýring 16. júlí 2021

Íslenska kvótakerfið er umhverfisvænt

Höfundur: Sigurgeir B. Kristgeirsson

Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, hélt í vor afar fróðlegt erindi, í beinni útsendingu á netinu, um þróun íslensks sjávarútvegs síðustu áratugi.

Þar fjallaði hann m.a. um umhverfisvæna hlið íslenska kvótakerfisins. Stefán varði nýlega doktorsritgerð sína um íslenskan sjávarútveg. Hann varð góðfúslega við beiðni okkar um stutt viðtal.

Lélegt fiskirí sem hefur batnað mikið

,,Þegar ég var á sjó um 1990 var fiskirí lélegt. Það þótti gott að fá 10–12 tonn á sólarhring og þá var fiskurinn miklu smærri en hann er í dag. Ég sé þetta í gögnum sem ég hef rannsakað,“ segir Stefán.

,,Nú eru 30 metra togbátar að fylla sig á 2–3 dögum, þetta 40–80 tonn. Þetta hefði ekki verið hægt að gera 1990. Þetta er gríðarleg breyting í veiðum á þorski á þessum tíma, en ég hef mest rannsakað þorskveiðar af botnfisktegundum. Þetta hefur líka mikil og jákvæð áhrif á vinnslurnar. Þær afkasta meiru fyrir vikið og verða hagkvæmari,“ bætir Stefán við.

,,Það hefur margt gengið vel í uppbyggingu þorskstofnsins en þó er eitt sem vantar,“ segir Stefán, ,,og það er að það hafa engir stórir árgangar komið fram eins og áður gerðist þrátt fyrir stærri hrygningarstofn. Ástæða þess er ekki þekkt.“

Kvótakerfið er umhverfisvænt

Alkunna er að olíunotkun íslensks sjávarútvegs hefur dregist saman um 45% frá 1990–2017. Þetta hefur gerst á sama tíma og losun í fiskveiðum heimsins hefur aukist um 28% frá 1990–2011. Það sem skýrir þetta segir Stefán að ,,með kvótakerfinu var sókn takmörkuð og fyrirtækin neyddust til að fækka skipum og sameina aflaheimildir, með öðrum orðum að hagræða. Þannig lækkuðu þau kostnað og urðu arðbær. Stóri ávinningurinn var síðan að veiðistofn mikil­vægustu tegundarinnar, þorsk­urinn, stækkaði mikið og auðveld­ara var að sækja þorskinn. Með þessu mikla fiskiríi og fækkun skipa minnkaði olíunotkun Íslend­inga við veiðarnar. Þetta er algjör bylting því afli á sóknareiningu hefur aukist mikið. Við förum niður en heimurinn upp. Til þess að minnka losun í heiminum þarf að gera tvennt í fiskveiðum, að taka upp kvótakerfi og byggja upp fiskistofna. Allir umhverfis­verndarsinnar ættu því að styðja íslenska kvótakerfið!“ sagði Stefán að lokum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...