Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 17. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið keppir þessa dagana á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi og fékk gullverðlaun fyrir frammistöðuna á fyrri keppnisdeginum á laugardaginn, þegar keppt var í flokknum Chef´s table. Seinni keppnisdagurinn er í dag og þá er keppt í heita matnum (hot kitchen).

Gefin eru gull-, silfur- og bronsverðlaun samkvæmt stigaútreikningi og af þeim 28 landsliðum sem taka þátt fengu þrjú gullverðlaun í gær; Ísland, Þýskaland og Svíþjóð. Skotland og Pólland fengu silfur og Ungverjaland og Portúgal brons.

Íslenskt lamb í boði íslenska kokkalandsliðsins. Mynd / Facebook-síðan Kokkalandsliðið

Íslenskt hráefni

Í gær var fyrirkomulagið með þeim hætti að fram­reiddur var sjö rétta hátíðar­kvöld­verður fyr­ir tíu manna borð, og tvo dóm­ara að auki. Í reglunum var gert ráð fyrir að kvöld­verður­inn stæði saman af fisk­réttafati, pinna­mat, veg­an-rétti, lamba­kjöti og desert. Á hráefnislista íslenska liðsins var talsvert af íslensku hráefni; meðal annars hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, wasabi, lamb og skyr.

Dóm­ar­ar taka mið af bragði, út­liti, sam­setn­ingu, hrá­efn­is­vali og fag­mennsku við und­ir­bún­ing og mat­reiðslu.

Eldað í dag fyrir 110 manns

Í keppn­inni í dag verður eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðill fyrir 110 manns.

Fylgjast má með framvindunni í dag hjá íslenska landsliðinu í beinni útsendingu í gegnum vef keppninnar.

Áætlað er að matreiðslu verði lokið um klukkan 18 að íslenskum tíma.

Eftirtaldir matreiðslumeistarar skipa íslenska kokkalandsliðið: Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, Björn Bragi Braga­son, Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir, Krist­inn Gísli Jóns­son, Snorri Victor Gylfa­son, Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir, Ísak Darri Þor­steins­son, Jakob Zari­oh Sifjar­son Bald­vins­son, Ísak Aron Ernu­son og Chi­dapha Krua­sa­eng.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...