Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenska dilkakjötið er kolefnisfrítt
Lesendarýni 28. febrúar 2023

Íslenska dilkakjötið er kolefnisfrítt

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson, fyrrv. ráðunautur í sauðfjárrækt.

Á liðnum árum hefur mikið verið rætt um kolefnisspor ekki síst um kolefnisspor jórturdýra og framleiðslu á rauðu kjöti. Á Íslandi hefur þessi umræða líka snúist um ástand beitilands, uppblástur og gróðureyðingu. Þar hefur sauðkindin gjarnan verið talin áhrifvaldur, að ósekju.

Sveinn Hallgrímsson.

Fyrir 60 árum var rætt um ofbeit og uppblástur og sauðkindinni kennt um. Mér fannst umræðan ósanngjörn. Ég spurði mig: Hvernig geta sauðfjárbændur brugðist við þessum ásökunum?

Svar mitt var þetta: Aukum afurðir eftir hverja kind með aukinni frjósemi og þyngri lömbum. Aukum ræktun, stækkum túnin, aukum fóðuröflun, bætum fóðrun og beitiland. Með þessa stefnu að vopni hafa íslenskir sauðfjárbændur gjörbreytt íslenskri sauðfjárrækt og á sama tíma hefur hún leitt til lækkunar á kolefnisspori íslenska dilkakjötsins!

Þegar vel er að gáð hefur þetta gerst á síðustu áratugum:

  1. Fyrir 90 árum var 99% af fóðri sauðfjár af úthaga, sjá tilvitnun (1).
  2. Fyrir 45 árum voru rúm 60% af fóðri sauðfjár tekið af ræktuðu landi!
  3. Frá 1990 til 2017 jókst framleiðni sauðfjárræktarinnar um rúm 30%, og þar með lækkaði kolefnisspor kindakjöts um tæp 30%, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, afurða, eftir hverja kind. Meiri frjósemi og þyngri lömb.

Þessi þróun hefur átt sér stað vegna markvissrar stefnu sauðfjárbænda. Þetta þýðir með öðrum orðum að sauðfjárbændur hafa minnkað beitarálag á úthaga úr 99% af heildarfóðurþörf sauðfjárstofnsins, niður í 25- 30% hin síðari ár. Það breytti ekki neinu þó fjöldi sauðfjár væri 700 þúsund í stað 400 þúsund, eins og nú er komið. Sennilega kemur aðeins 20–25% af fóðri (meðtalin beit) sauðfjár af óábornum úthaga í dag.

Gegndarlausar ásakanir

Ég hef starfað við og í landbúnaði alla mína ævi. Allan þennan tíma hafa sauðfjárbændur verið milli tannanna á fólki. Fyrstu árin, var það bara uppblástur og gróðureyðing, sem var sauðfjábændum að kenna. Kjötið var talið hollt og gott. Jú ,jú, alveg ágætt, eins og allir vita. Svo kom umræðan um hlýnun jarðar og þá vantaði sökudólga. Rauða kjötið varð fyrir valinu, lá vel við höggi enda gusast metan út um afturendann. Áhrif metans eru hins vegar ofmetin, það hverfur á 10–20 árum, eins og oft hefur verið bent á.

Stefna sauðfjárbænda undanfarna áratugi

Ég hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands, sem ráðunautur í sauðfjárkynbótum 1966. Eitt fyrsta verk mitt var að koma skýrsluhaldi í sauðfjárrækt á tölvutækt form svo nota mætti nýjustu tækn í þágu kynbótanna. Aðaláherslan í sauðfjárræktinni var að auka afurðir eftir hverja kind, með aukinni frjósemi og fallþunga lamba. Eitt af því sem gerði þessa breytingar á sauðfjárrækt mögulega var aukin ræktun. Ræktun mýra, sanda og mela hefur aukið möguleika bænda til fóðuröflunar. Það hefur gert þeim mögulegt að flytja framleiðslu dilkakjöts af úthaga inn á ræktað land, eða áborinn úthaga. Hugsanlega höfum við gengið of langt í því efni þar sem áburðarverð hefur hækkað gegndarlaust, eins og raun ber vitni. Víða er úthagi vannýttur, sinuflákar sem fénaður lítur ekki við.

Undanfarin ár hef ég skrifað 3 greinar um kolefnisspor íslensks kindakjöts. Tvær greinar 2020, ásamt Eyjólfi Kristni (2 og 3) og eina grein 2022 um sama efni (4): Um kolefnisspor dilkakjöts á Íslandi. Niðurstaða rannsókna og útreikninga minna er þessi:

  • Íslenskt dilkakjöt er kolefnisfrítt, ef bóndinn á um 0,5 ha af grónu landi til að vinna upp kolefnissporið úr 15 kg CO2 niður í 0, samanber grein mína í Bændablaðinu 22. 9. 2022.(4)
  • Íslensk sauðfjárrækt, sem heild, er kolefnisjákvæð um þúsundir tonna af CO2, ef tekið er tillit til áhrifa beitar sauðfjár á uppskeru. Eins og allir vita hefur beit þau áhrif að uppskera eykst, samanber beitartilraunirnar, sem stýrt var af FAO, og gerðar voru hér á landi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þessar tilraunir voru á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Búnaðarfélags Íslands, Landgræðslu ríkisins og Bændaskólans á Hvanneyri. Auk þess lögðu Búnaðarsambönd og ráðunautar þeirra fram ómælda vinnu.
  • Golfsamband Íslands nýtir sér niðurstöður beitartilraunanna og eykur fjölda slátta til að auka vöxt á golfvöllum og auka um leið kolefnisbindingu golfvalla. Verkefnið heitir Carbon par.
  • Íslenskir sauðfjárbændur ættu að geta haft tekjur af sölu CO2 vegna aukinnar bindingar, sem afleiðingu beitar sauðfjár, þegar markaður með kolefnisbindingu lítur dagsins ljós. Meira um það seinna.

Þrátt fyrir að ég telji að sýnt hafi verið fram á að íslenskt dilkakjöt sé kolefnisfrítt, eru einstaklingar og opinberir aðilar enn að nota tölur um kolefnisspor kindakjöts upp á 24 kg CO2/á kg kjöts og janvel hærra. Það er óforskammað og rakalaus ósannindi.

Heimildir:

1. Sveinn Hallgrímsson, (Ólafur G. Vagnsson 1976 & Pétur H.Hjálmsson): Sauðfjárrækt og gróðurvernd. Ráðunautafundur 1976: Fjölritað efni, bls. 12.

2. Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur K. Örnólfsson 2020. Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor hennar. Bændablaðið 26: (16) 43.

3. Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur K. Örnólfsson 2020: Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor. Hvaða einingar á að nota við mat á kolefnisspori? Bændablaðið 10. 9. 2020, bls. 41.

4. Sveinn Hallgrímsson 2022: Um kolefnisspor dilkakjöts á Íslandi. Bændablaðið 22.9. 2022, bls. 38.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...