Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Aggersvold herragarður þar sem aðalfundur NSF var haldinn.
Aggersvold herragarður þar sem aðalfundur NSF var haldinn.
Mynd / Sólrún Þórðardóttir
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Höfundur: Sólrún Þórðardóttir

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands (Skóg-BÍ) til Danmerkur til að taka þátt í aðalfundi NSF – Nordic Family Forestry. NSF eru norræn samtök skógarbænda sem starfa undir evrópsku regnhlífarsamtökunum CEPF (Confederation of European Forest Owners). Skóg-BÍ sótti um aðild að NSF árið 2024 og fékk formlega inngöngu í júní á þessu ári. Með þessu er Ísland orðið hluti af öflugum norrænum vettvangi skógarbænda, þar sem Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk hafa áður verið aðilar að.

Aggersvold – Herragarður og ráðstefnustaður

Fundurinn var haldinn á Aggersvold í klukkutíma fjarlægð frá Kaupmannahöfn, á glæsilegum herragarði sem á uppruni sína frá 1581 en elsta núverandi bygging er frá árinu 1830. Aggersvold hefur verið uppgert með ráðstefnuhald og aðrar samkomur í huga. Aðstaðan var til fyrirmyndar, fundarsalirnir, veislusalurinn og gistiaðstaðan voru allt í upprunalegum byggingum til að mynda gistum við í gömlum hesthúsum. Þrátt fyrir fallegt umhverfi tók alvaran strax við og fundað var um leið og hópurinn kom á staðinn.

Evrópuráðstafanir og tækifæri fyrir Ísland

Á fundinum var farið yfir nýjustu fréttir frá Brussel, þar sem reglugerðir og stefnumótun Evrópusambandsins í skógræktarmálum voru til umræðu. Þar kom fram að Norðurlöndin eru komin allt að 100 árum lengra í þróun skógræktar og nýtingu skóga en Ísland. Þessi reynsla og þekking okkar norrænu frænda getur reynst íslenskum skógarbændum dýrmæt.

Fulltrúa Skóg-BÍ var boðið að taka þátt í tveimur nefndum innan NSF – annars vegar í reglugerðarhópi (policy advisor) og hins vegar í stjórnunarnefnd. Þetta er mikilvægur áfangasigur fyrir íslenska skógrækt og mun styrkja tengsl og þekkingarflutning til Íslands.

Skógarferð og kolefnisbinding

Í ferðinni var m.a. farið í elsta ósnortna skóg Danmerkur. Þrátt fyrir rigningu var upplifunin einstök, fegurð skógarins og hljóð rigningardropanna á laufblöðunum skapaði sérstaka stemningu. Þar fengum við fræðslu um rannsóknir á kolefnisbindingu skóga og niðurstöður sem komu á óvart: eftir ákveðinn tíma minnkar kolefnisbinding verulega og í staðinn eykst útstreymi nítrats í jarðveg og vatn. Þetta undirstrikar mikilvægi nýskógræktar til að viðhalda virkri hringrás og kolefnisbindingu.

Íslensk skógrækt gegnir lykilhlutverki í loftslagsaðgerðum stjórnvalda og er eitt öflugasta verkfærið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Því er svo mikilvægt að skógarbændur vinni saman að því að efla íslenska skógrækt og fái stjórnvöld með sér í lið. Mikilvægt er þó að huga vel að áætlunum um nýtingu skóga þegar þeir eru plantaðir með það í huga hver nýting þeirra er eftir grisjun hvort sem það er til byggingarefnis, lífmassa eða annars.

Lífmassi – tækifæri fyrir Ísland?

Í Danmörku hefur verið unnið ötullega að nýtingu lífmassa úr skógrækt til orkumyndunar. Þar er lífmassi notaður til að framleiða rafmagn og hita, sem valkostur á móti kjarnorku. Þetta vekur spurningar um hvernig Ísland geti nýtt sinn lífmassa sem myndast við skógrækt, þar sem við höfum aðrar tegundir orkuöflunar en frændur okkar á Norðurlöndunum. Mögulegt væri að skoða útflutning á lífmassa eða þróa nýja innlenda notkun, t.d. í lífefnaframleiðslu, jarðvegsbætiefni eða byggingarefni.

Nýskógrækt – fjölbreytt nálgun

Eftir skógarferðina var haldið á nýskógræktarsvæði í einkaeigu. Eigendur svæðisins, sem reka kaffihús, ákváðu að ráðast í skógrækt sem mótvægi við rekstur sinn. Þeir fengu garðyrkjufræðing og skógfræðing til að skipuleggja svæðið. Voru þeir með ákveðna sýn á sitt svæði, lögðu þeir mikið uppúr að hafa fjölbreyttar tegundir og gróðursettu þeir tegundirnar allt í bland með engri ákveðinni reglu. Þetta var áhugaverð nálgun sem gæti hentað vel í ákveðnum verkefnum á Íslandi, sérstaklega þar sem markmiðið er aukin líffræðileg fjölbreytni.

Byggingar úr timbri – framtíðarsýn

Síðasta daginn heimsóttum við stærsta víkingahús Norðurlanda sem stað sett er í Sagnlandet Lejre. Húsið var byggt alfarið úr eikar timbri frá Sjálandi, og var hvert tré valið sérstaklega fyrir staðsetningu í byggingunni. Reynt var að nýta allt efni, svo að lítið sem ekkert færi til spillis. Þó að íslensk skógrækt sé enn ung og trén ekki orðin nógu stór til slíkra mannvirkja, er framtíðarsýnin skýr: með markvissri ræktun og nýtingu gæti íslenskt timbur orðið verðmætt byggingarefni í framtíðinni.

Samvera og tengslamyndun

Samveran með frændum okkar frá hinum Norðurlöndunum var yndisleg, áttum við góðan tíma í Aggersvold þar sem mikið var rætt bæði á fundum og sérstaklega við kvöldverðarborðið þar sem danskir frændur okkar báru fram yndislegar krásir; allt innlent og ræktað í garðinum. Borðskreytingarnar voru mjög áhugaverðar, en voru þeir með ýmiskonar grasker, smá epli og blóm úr garðinum hjá sér sem borðskraut, og var endingin mjög góð þar sem það stóð á borðum yfir alla dagana sem við vorum hjá þeim.

Við kvöddum Danmörku með bros á vör og fullt af nýjum hugmyndum og tengslum. Ferðin var ekki aðeins fræðandi heldur einnig hvetjandi og undirstrikar mikilvægi þess að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðlegu skógræktarsamfélagi. /Sólrún Þórðardóttir, sérfræðingur á sviði skógræktar hjá Bændasamtökum Íslands.

Skylt efni: Skógrækt | utan úr heimi

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...