Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Magnús spilar í Mjólkurhúsinu á Stór-Ásgeirsá.
Magnús spilar í Mjólkurhúsinu á Stór-Ásgeirsá.
Líf&Starf 29. september 2020

Íslensk náttúra í lykilhlutverki

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Vestur-Húnavatnssýslu, gaf nýlega út á Spotify tíu laga hugljúfan disk sem ber heitið „Senn kemur vor“. Er þetta önnur plata Magnúsar, en hin hét Legg af stað og kom út 2014.

Magnús samdi sjálfur öll lögin á plötunni og á þar þrjá texta. Hann býr með um 100 sauðfjár, um 50 hross og nokkrar geitur og rekur ferðaþjónustu og, hestaleigu á bænum Stóru-Ásgeirsá. Auk þess heldur hann úti pöbb sem kallaður er Mjólkurhúsið þar sem hann tekur gjarnan lagið fyrir gesti. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að platan komi bæði út á CD-diski og sem vínylplata. Ætlunin hafi líka verið að fylgja plötunni eftir með hljómsveit og tón­leikahaldi en Magnús sagði nokkra óvissu um hvernig því yrði háttað vegna COVID-19. Hugsanlega fari hann bara sjálfur með gítar um landið að kynna plötuna.

Bjartsýnin vex með vorinu

Í titillaginu á plötunni Senn kemur vor er fjallað um bjartsýnina sem vex með vorinu ár hvert samhliða gróðrinum. Þar eru bændur í stóru hlutverki við að yrkja jörðina.

Sunnanblærinn fjallar um sumarkyrrðina og sólsetur í sunnanblænum.

Þriðja lagið, Annar heimur, er í talsvert hraðari takti þar sem forynjur og tröll fá sinn sess.

Í draumi barns er síðan haldið áfram á hugljúfum nótum þar sem sólin sendir geisla ljóma alveg út á fjörð.

Í fimmta laginu, sem heitir Hamingja, er Magnús kominn út í dynjandi takfast stuðlag. Hann segir að það hafi eiginlega verið samið með Landsmót hestamanna í huga sem fram átti að fara í sumar en ekkert varð af vegna COVID-19. Þar er sungið um sambandið milli manns og hests og hefði án efa hitt beint í mark á slíku móti. Í því er mikil brýning um að hugsa fram á veginn með bros á vör þrátt fyrir brekkur og mótlæti.

Sjötta lagið heitir Ásdís þar sem ósvikinn reggae-taktur fær svo að njóta sín. Magnús segir að þótt lagið sé tileinkað góðri vinkonu hans sem heiti Ásdís þá eigi textinn í raun við ljúft reiðhross, sem hann segir einstaka meri sem beri líka nafnið Ásdís. Fólk átti sig á því þegar það hlustar vel á textann.

Sjötta lagið heitir Gæfan og fjallar um landið ljúfa og kæra. Síðan heldur Magnús áfram í áttunda laginu sem heitir Sú Sól, sem er ástaróður en textinn er eftir Sigmund Sólmundarson sem Magnús hrósar á hvert reipi fyrir lagni við textasmíði.

Glíman við náttúruöflin

Lagið Stormur er númer níu og hefur af öðrum ólöstuðum vakið einna mesta athygli af lögum plötunnar. Það er tileinkað íslenska hestinum og samskiptum hesta og manna. Þar lýsir Magnús Ásgeir þeim raunum sem hann lenti í í óveðri sem brast á norðanlands í desember 2019, þar sem fjölda hrossa fennti á kaf og drápust. Reyndi hann að bjarga hrossum sínum með því að grafa þau úr fönn í vonskuveðri með skóflu, en þurfti samt að horfa þar á eftir sex ferfættum vinum sínum tapa fyrir náttúruöflunum. Sorgin var ólýsanleg og skín sú tilfinning vel í gegn í þessu lagi og mjög lýsandi texta. Magnús sagðist ekki óska neinum að lenda í slíkum hremmingum en ljósið í myrkrinu hafi verið að honum auðnaðist að bjarga 20 til 30 hrossum í skjól úr veðrinu.

Textinn í laginu Stormur er eftir Einar Georg Einarsson, föður Ásgeirs Trausta. Annars á Magnús sjálfur þrjá texta á plötunni en þar að auki eiga Sigurður Sólmundarson (bróðir Sóla Hólm skemmtikrafts) og Hrafnhildur Ýr, sveitungi Magnúsar, hvort sinn textann.
Tíunda lagið á diskinum heitir Storm og er ensk útgáfa af laginu Stormur, en enski textinn er eftir Hrafnhildi Ýri.

Platan var tekin upp í Stúdíó Paradís í Reykjavík. Meðal undir­leikara má nefna bassaleikarann Jóhann Ásmundsson, Sigurgeir Sigmundsson, sem leikur á gítar, Ásmund Jóhannsson á trommur og Kristin Rúnar Víglundsson, bónda á Dæli, sem hefur hjálpað Magnúsi, vini sínum, í bakröddum.

Í laginu Stormur fjallar Magnús um þær raunir sem hann og fleiri bændur lentu í þegar ofsaveður
skall á
norðanlands með mikilli snjókomu í desember 2019.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...