Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslensk hrossarækt í 100 ár
Fréttir 25. nóvember 2016

Íslensk hrossarækt í 100 ár

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi.
 
Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum, sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar, fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum. 
 
Því er vel við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hvernig til hefur tekist; fara yfir sögu og þróun hrossaræktarinnar, rannsóknir á íslenska hestinum og stöðu þekkingar. Ekki er síður mikilvægt að marka stefnu til næstu ára; móta ræktunarmarkmiðin og matið á hestinum í kynbótadómum; sjá fyrir sér hlutverk hestsins og notendur hans í framtíðinni og hvernig hestahaldið kemur til með að þróast. 
 
Af þessu tilefni er efnt til vinnufundar hrossaræktarinnar þar sem við fræðumst og förum yfir stöðuna í áhugaverðum fyrirlestrum. Einnig er hugmyndin að virkja fundarfólk til þátttöku í stefnumótun fyrir íslenska hestinn og hafa áhrif á mótun ræktunarmarkmiðsins og matsaðferða á hrossum í kynbótadómi. 
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna og er skráningin inni á heimasíðunni. www.rml.is (sjá. Á döfinni).
 
Staðsetning:
Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning: 
3. desember, 10.00 – 17.00
 
Dagskrá:
 
Ráðstefnustjóri: 
Ágúst Sigurðsson
 
  • 10.00–10.20 Saga íslenskrar hrossaræktar og notkunar hestsins í 100 ár – Kristinn Hugason.
  • 10.30–10.50 Rannsóknir í þágu hestsins  – Sveinn Ragnarsson.
  • 11.00 – 11.20 Þróun kynbóta og næstu skref í þekkingaröflun – Þorvaldur Árnason.
  • 11.30–11.50 Þróun notkunar hestsins og keppnisgreina – Anton Páll Níelsson.
  • 12.00 Matarhlé
  • 13.00–13.20 Velferð, ending og frjósemi hestsins – Sigríður Björnsdóttir.
  • 13.30–13.50 Hrossaræktin og markaðurinn – Olil Amble.
  • 14.00–14.20 Þróun ræktunarmarkmiðsins – Þorvaldur Kristjánsson.
  • 14.20–16.00 Stefnumótun – Hópavinna. 
  • Kaffihlé – 20 mínútur.
  • 16.20–16.50 Samantekt – Hópstjórar kynna afrakstur hópavinnunnar.
  • 16.50–17.00 Lokasamantekt og ráðstefnuslit. 
 
Félag hrossabænda,
Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...