Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslandsmót í rúningi
Mynd / aðsendar
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Höfundur: Steinþór Logi Arnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í rúningi í tengslum við Haustfagnað félagsins sem er haldinn árlega um veturnætur.

Steinþór Logi Arnarsson.

Mótið fer einmitt fram fyrsta vetrardag kl. 13, laugardaginn 26. október, í reiðhöllinni í Búðardal. Mótið var haldið síðast árið 2018 þegar Jón Bjarnason frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi bar sigur úr býtum. Var það í ellefta skiptið sem Íslandsmeistari í rúningi var krýndur en mótið hafði þá verið haldið óslitið í Dölunum frá árinu 2008.

Það er okkur sönn ánægja að koma mótinu á laggirnar á ný eftir nokkurra ára hlé. Það stóð til að mótið færi fram 2020 á degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það á sínum tíma og mótið fór í smádvala. Í millitíðinni hefur komið ný og öflug kynslóð rúningsmanna og -kvenna sem hefur nú tækifæri til að bera saman bækur sínar og keppa á mótinu. Tilgangurinn er jú sá að gera rúningi hátt undir höfði sem eins konar íþrótt, sem krefst mikillar tækni og styrks til að ná góðum árangri. Gæði ullar byggir að miklu leyti á fagmennsku og góðum vinnubrögðum við rúning og því tilvalið um leið að miðla slíku með viðburði sem þessum. Það er feiknagaman að fylgjast með flottum rúningi.

Skráning á mótið fer fram á netfangið steinthor99@gmail.com eða í síma 858-1999 til og með þriðjudagsins 22. október.

Á Haustfagnaði FSD eru einnig lambhrútasýningar og á þeim jafnvel gripir boðnir til sölu, veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í ræktunarstarfinu auk þess sem félagið stendur um þessar mundir fyrir ljósmyndasamkeppni með þemað „Sauðkindin á óvæntum stöðum“. Allt þetta verður hægt að finna í reiðhöllinni í Búðardal fyrsta vetrardag ásamt markaðnum „Matur er mannsins megin“, þar sem matur úr héraðinu verður í fyrirrúmi ásamt handverki. Rúsínan í pylsuendanum er svo sviðaveislan að Laugum í Sælingsdal í samvinnu við Dalahótel. Þar verða á boðstólum svið, reykt og söltuð, með tilheyrandi og góð skemmtun undir stjórn Gísla Einarssonar, auk þess sem Tindatríóið kemur fram og hagyrðingar munu fara um víðan völl.

Sauðfjárbændur í Dölum hlakka því innilega til helgarinnar, sem er sannkölluð uppskeruhátíð og eru öll önnur áhugasöm um sauðfé, rúning, mat og eða mannfögnuði hvött til að mæta og eiga góða stund.

Skylt efni: rúningur | rúningskeppni

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...