Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. janúar 2020

Ísland þarf að leggja aukna áherslu á rannsóknir í landbúnaði

Höfundur: Ritstjórn

Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræðir við Áskel Þórisson um landbúnaðarrannsóknir í nýjasta hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem aðgengilegur er í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Þórey segir að miðað við nágrannalöndin standi Ísland sig ekki nógu vel þegar kemur að landbúnaðarrannsóknum. Landbúnaðurinn er flókin atvinnugrein og til þess að hún geti þróast þurfi rannsóknir – og fjármagn. Þekkingin er upphaf og endir alls í landbúnaði og á henni verði byggt þegar loftslagsvandi framtíðarinnar knýr fastar á dyr. „En það kostar tíma og peninga að afla þekkingar,“ segir lektorinn og kallar eftir auknum skilningi á mikilvægi landbúnaðarrannsókna.

Hún nefnir sem dæmi að fjölmargar grunnrannsóknir skorti svo hægt verði að halda á vit nýrra tíma. Þannig sé fátt vitað um kolefnisbindingu í ræktunarlandi og bútæknirannsóknir séu ekki lengur stundaðar.

Þurfum stefnu í landbúnaðarrannsóknum

Þórey kallar líka eftir stefnu í landbúnaðarrannsóknum. Það sé ekki hægt að yfirfæra erlendar rannsóknarniðurstöður á íslenska náttúru. Aðstæður séu þannig á landi hér að það sé einfaldlega ekki hægt. Einnig kemur fram hjá Þóreyju að meðalaldur íslenskra vísindamanna, sem hafa helgað sig landbúnaðarrannsóknum, hækki stöðugt og endurnýjun í þessum hópi gangi hægt. „Það má aldrei vanmeta yfirfærslu þekkingar,“ segir Þórey Ólöf í þættinum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...