Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ísland er fyrirheitna landið
Mynd / Bbl
Á faglegum nótum 7. júní 2022

Ísland er fyrirheitna landið

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Hugtakið „kolefnisbinding“ er tilkomið vegna mengunar, þ.e. andstæðan við mengun. Meng­un veldur hlýnun jarðar. Afleiðingarnar eru breyttir bú­skap­ar­hættir á jörðinni.

Fólksflutningar um heims­byggðina frá miðbaug til póla verða viðvarandi næstu áratugi. Takist mannkyni að snúa loftslagsbreytingum við þá er afraksturs þess erfiðis ekki að vænta í náinni framtíð. Nú, takist mannfólkinu ekki að snúa þróuninni við er kannski bara best að vera eigingjarn og óska næstu kynslóðum velfarnaðar.

Þeir sem menguðu efnuðust mest

Þetta er ekki flókið. Þeir sem menguðu efnuðust mest, þ.e. hinn vestræni heimur. Með meiri mengun jókst velmegun þeirra auðugu. Það má taka það fram að hér eru engir sleggjudómar til umræðu. Velmegunin hefur komið vesturheimi mjög notalega til góða ... á kostnað lífríkisins og næstu kynslóða manna reyndar.

Fólk á það til að leggja undir sig land

Fyrirhugaðir fólksflutningar eiga eftir að valda fjaðrafoki og kemur það til vegna eignaréttar. Fólk á það til að leggja undir sig land. Til dæmis ákvað hópur flóttamanna frá þjóð einni í norðri að fara áfram veginn og strönduðu á skeri sem þeir þá nefndu Ísland. Lítill styrr hefur verið um það sker enda var lítið hér við að hafa. Landnæði illræktanlegt og lítið um byggingarefni til að byggja sómasamlega kofa. Meira að segja Danir, sem nýlega sögðust eiga skerið, svo gott sem gáfu eyjaskeggjum það þegar eftir því var leitað. Þess vegna erum við, Íslendingar, nú þjóð á meðal þjóða og berum höfuðið hátt.

Fyrirheitna landið

Ísland er fyrirheitna landið. Fjárfestar hafa áttað sig á því og sést það best á ört hækkandi jarðarverði. Vonandi viðhalda þeir matvælaöryggi í landinu. Vonandi er þetta jákvætt skref í nýliðun í landbúnaði. Vonandi dafna sveitir landsins með fleira fólki, fjölbreyttari landbúnaði og nýsköpun. Kolefni­sbinding með skógrækt gæti þó verið ástæðan fyrir öllum þessum eignaskiptum.

Skógrækt er vissulega jákvæð fyrir íslenska þjóð, svo sem meira timburöryggi, sterkari stoðir fyrir sjálfbærni og öflugri atvinnu­starfsemi bæði við uppgang
og umhirðu.

Landeigendur eru í lykilstöðu

Það sem er mikilvægast fyrir bændur og aðra landeigendur er að hagsmunir þeirra séu varðir. Það vill svo til að landeigendur eru ein stærsta lausnin í loftslagsbaráttunni.

Markaður með kolefni er nýr og margir að mynda sér pláss á markaðnum, bjóðandi kannski gull og gersemar. Gætum að því að allir njóti góðs af nýrri gerð landbúnaðar.

Landeigendur eru í lykilstöðu og því mikilvægt að þeir standi saman undir merkjum Bændasamtaka Íslands.

Hlynur Gauti Sigurðsson
Kolefnisbru.is

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...