Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áhöfnin á Ísleifi heppna, þeir Aron Garðar Másson og Gunnar Logi  Malmquist Einarsson, tóku sér smá hlé frá því að þjónusta ákaft ísáhugafólk í Hörpu til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Bændablaðið.
Áhöfnin á Ísleifi heppna, þeir Aron Garðar Másson og Gunnar Logi Malmquist Einarsson, tóku sér smá hlé frá því að þjónusta ákaft ísáhugafólk í Hörpu til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Bændablaðið.
Mynd / HKr.
Líf&Starf 13. mars 2018

Ísbúðin Ísleifur heppni kætir bragðlauka landans

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ísbúðin Ísleifur heppni hefur vakið mikla athygli fyrir gott og ferskt bragð hvar sem ísinn hefur verið í boði. 
 
Þar sem eitthvað sérstakt er um að vera má alveg eins búast við því að félagarnir frá Ísbúðinni Ísleifi heppna séu á staðnum. Þannig var það líka á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu um síðustu helgi. Þar sýndu aðstandendur Ísleifs listir sínar og buðu gestum og gangandi að smakka ís sem er engum öðrum líkur. 
Á bak við Ísleif heppna standa feðgarnir Einar Ólafsson arkitekt, sem var á árum áður þekktur skíðakappi frá Ísafirði, og matreiðslumaðurinn Gunnar Logi Malmquist Einarsson. 
 
Þegar tíðindamann Bænda­blaðsins bar að garði á Matarmarkaði Búrsins sl. sunnudag voru Gunnar Logi og Aron Garðar Másson að gefa gestum ís að smakka.
 
Búðin er annars með aðsetur í Hlemmi – Mathöll og hafa eigendur einnig verið með eins konar „popup“ á hinum ýmsu viðburðum. Þannig mátti sjá þá félaga á opnun á nýjum sýningarsal Bílasölu Benna fyrir skömmu og hafa þeir víða troðið upp með sín tæki og tól. 

Skylt efni: ísgerð | Ísleifur heppni

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...