Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Innviðafélag til að hraða samgönguúrbótum
Fréttir 13. október 2025

Innviðafélag til að hraða samgönguúrbótum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á vorþingi hyggst innviðaráðherra leggja fram frumvarp um stofnun ríkisrekins innviðafélags til að hraða samgönguúrbótum.

Innviðaráðherra hyggst skv. framlagðri þingmálaskrá leggja fram frumvarp í febrúar nk. um stofnun innviðafélags. Verður lagt til að stofnað verði sérstakt innviðafélag eða ríkisaðili sem sjái um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda, s.s. vegna jarðganga og sambærilegra flýtiframkvæmda. Skv. fyrirhuguðu frumvarpi verður lagt til að umgjörð um fjármögnun, framkvæmd og rekstur umferðarmannvirkja, sem myndu falla undir fyrirkomulag af þessu tagi, verði vel skilgreind með fjárhagslega sjálfbærni að leiðarljósi.

Á næstu vikum er áætlað að starfshópur á vegum innviðaráðherra skili af sér nánari útfærslu á slíku ríkisreknu innviðafélagi. Bundnar eru vonir við að það hraði ýmsum framkvæmdum í samgöngukerfinu og auðveldi fjármögnun þess.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...