Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Mynd / TB
Á faglegum nótum 8. júní 2022

Inntökuskilyrði kynbótahrossa

Höfundur: Elsa Albertsdóttir ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði RML - elsa@rml.is

Inntökuskilyrði kynbótahrossa verður með sama fyrirkomulagi og stefnt var að árið 2020 samkvæmt ályktun Fagráðs í hrossarækt.

Fjöldi efstu hrossa sem vinnur sér rétt til þátttöku á mótinu er 170 hross. Það er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. Fjölda í hverjum flokki má sjá í töflu hér að neðan.

Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast á mótið verða 75% hrossa í hverjum flokki valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hestur í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hesta) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.

Stöðulisti verður birtur í WorldFengur.com sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla ekki að mæta með þau eru beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk., þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Skráning hrossa á mótið lýkur á hádegi 24. júní.

Afkvæmasýndir stóðhestar

Lágmörk vegna afkvæmasýninga miðast við kynbótamat aðaleinkunnar eins og það reiknast að afloknum kynbótasýningum vorið 2022 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar kynbótamatinu. Afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi.

Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 12 afkvæmi í sýningu en fyrstu verðlaunahestum 6 afkvæmi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...