Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ísland á miðöldum.
Ísland á miðöldum.
Mynd / wikipedia.org
Líf og starf 28. október 2022

Innsýn í bændasamfélag átjándu aldar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á málþingi Átjándualdarfélagsins fyrir skömmu var fjallað um landbúnað frá ýmsum hliðum á átjándu öld.

Kynnt var áhugaverð sagnfræði, Gamla bændasamfélagið, Fjölskyldan og heimilisbúskapur í byrjum átjándu aldar, Byggðir og búsvæði og sagt frá útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770 til 1772. Auk þes sem gefin var innsýn í umfjöllun um akuryrkju og jarðrækt í skjölunum.

Fyrir áhugafólk um sögu og ekki síst landbúnaðarsögu voru öll erindin athyglisverð. Guðmundur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði um hugtakið „Gamla bændasamfélagið“ og að ólíkt hugmyndum þjóðernisstefnunnar um stéttlaust samfélag hefði verið ríkjandi mikil fastsett stéttaskipting líkt og í öðrum löndum. Guðmundur sagði einnig frá vinnslu nýs gagnagrunns og bókar sem væntanleg er og fjalla um líf þjóðarinnar í upphafi átjándu aldar.

Vegferðin til fullorðinsáranna

Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og prófessor í félagssögu við Háskóla Íslands, flutti erindi sem fjallaði um mannfjölda og íbúaþróun á harðindatímum.

Í erindi hennar kom fram að á harðindatímum væri dánartíðni hæst meðal barna og gamalmenna og þeirra sem stóðu neðst í samfélaginu. Í máli Ólafar kom fram að giftingaraldur Íslendinga á átjándu öld verið almennt hærri hér og að margir hefðu þurft að sætta sig við að vera vinnuhjú eða ómaga stóran hluta ævinnar.

Byggðir og búsvæði

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, flutti erindi um verkefni sem hún hefur unnið að ásamt Óskari Guðmundssyni, doktorsnema í sagnfræði við Háskóla Íslands, þar sem fjallað er um byggðir og búsvæði á landinu snemma á átjándu öld.

Sagt var frá sagnfræðilegu landupplýsingakerfi um jarðir, býli og mannfjölda í byrjun átjándu aldar. Fjallað var um búsæld mismunandi svæða og eyðibýli og ólíka búskapar­hætti eftir landgæðum.

Innsýn í akuryrkju og jarðrækt

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagn­fræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands, flutti erindi á málþinginu. Annars vegar sagði hún frá útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770 til 1771 sem hún vann að ásamt Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalaverði.

Hins vega flutti Jóhanna erindi sem bar heitið Dálítil innsýn í akuryrkju og jarðrækt í skjölum Landsnefndarinnar fyrri. Í máli Jóhönnu kom fram að mikið sé fjallað um akuryrkju og hvers kyns jarðrækt í skjölunum.
Í þeim kemur meðal annars fram að gera átti átak í túnrækt með garðhleðslum og þúfnasléttingu, auka skyldi áburðarnotkun og koma upp áveitum. Kornrækt og garðrækt voru sérstaklega til skoðunar, einnig skógnytjar, skógrækt og seljabúskapur.

Trú á að hægt væri að rækta korn á landinu var takmörkuð og ekki þótti verjandi að eyða opinberu fé í slíka tilraunastarfsemi. Fleiri höfðu trú á garðrækt en illa gekk að fá vinnufólk til að borða gras, eins og það kallaði kálið, og leit vinnufólkið á kál í matinn sem launalækkun og vildi frekar fá kjötbita og reiða sig á fjallagrösin.

Stærsta málið var að gera átak í túnrækt og margir sáu fyrir sér betri tíma ef ræktuð væru tún og garðar hlaðnir, gamlar selstöður teknar í notkun og komið upp heyforðageymslu. Auk þess lagði landsnefndin til að mýrar yrðu ræstar fram, enda sagði Jóhanna greinilegt samkvæmt skýrslunni að landsnefndarmennirnir hafi verið orðnir ansi leiðir á öllum mýrunum á ferð þeirra um Suður­ og Vesturland.

Skylt efni: bændasamfélag

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...