Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark
Fréttir 12. janúar 2024

Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Heildarinnlegg mjólkur á árinu 2023 voru 151.419.108 lítrar sem er rúmlega 1,6 prósent umfram heildargreiðslumark ársins sem var 149.000.000 lítrar.

Magnið er þó nálægt því að vera það sama og heildargreiðslumark þessa árs, sem er 151.500.000 lítrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Hr. Símonarsyni, framkvæmdastjóra Auðhumlu, voru um 55 prósent mjólkurframleiðenda búnir að fullnýta sitt greiðslumark í desember og farnir að leggja inn mjólk sem umframmjólk.

Jóhannes segir að um 25 prósent mjólkurframleiðenda hafi lagt inn 91–100 prósent af sínu greiðslumarki á síðasta ári og um 10 prósent mjólkurframleiðenda lagt inn 81–90 prósent. Um 10 prósent mjólkurframleiðenda hafi þar með lagt inn minna en 80 prósent af því greiðslumarki sem þeir fengu úthlutað á árinu 2023.

Það greiðslumark sem bændur fengu úthlutað á árinu en lögðu ekki inn í afurðastöð fer til útjöfnunar hjá þeim mjólkurframleiðendum sem framleiddu umframmjólk. Jóhannes segir að sá útreikningur fari fram samkvæmt ákvæði reglugerðar um stuðning í nautgriparækt þar sem segir í 11. grein:

„Greiðslur vegna framleiðslu umfram greiðslumark skulu vera
með þeim hætti að greiðslur vegna ónotaðs greiðslumarks gangi hlutfallslega til annarra greiðslumarkshafa. Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prósentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til.“

Útreikningar vegna lokauppgjörs við mjólkurframleiðendur vegna mjólkurframleiðslu ársins 2023 fara fram annars vegar hjá matvælaráðuneytinu vegna stuðningsgreiðslna og hins vegar hjá mjólkurafurðastöðvunum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...