Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi andskotans og fjallar um nytjaplöntuna Cannabis sativa eða hamp í sinni víðustu mynd.

Þorsteinn, sem er bæði höfundur og útgefandi bókarinnar segir að hún sé ekki kennslubók í kannabisreykingum heldur sé um að ræða umfjöllun um nytjar á plöntu sem býður upp á gríðarlega möguleika og eigi án efa eftir að setja mark sitt á landbúnað hér á landi sem víðar í heiminum á komandi árum.

Nýtingarmöguleikar

Í bókinni, sem er í handhægu broti og ríkulega myndskreytt, er meðal annars sagt frá grasafræði plöntunnar, saga hampnytja rakin og farið yfir þau not og nytjar sem plantan hefur upp á að bjóða.

Þorsteinn fjallar einnig um efnainnihald plöntunnar og ástæður þess að plantan var bönnuð og af hverju yfirvöld í Bandaríkjunum fóru í stríð við hana.

Ræktun hér á landi

Fyrir þremur árum hófst ræktun á iðnaðarhampi hér á landi og lagt hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að leyfð verði ræktun á lyfjahampi.

Þorsteinn segir að ræktun á hampi geti verið góð búbót fyrir bændur og skilað þjóðarbúinu talsverðum tekjum.

Hann segist einnig vona að bókin muni opna fyrir uppbyggilegar umræður um hamp sem að hans mati, og fleiri, hefur lengi verið á einn veg og það neikvæð.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...