Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi andskotans og fjallar um nytjaplöntuna Cannabis sativa eða hamp í sinni víðustu mynd.

Þorsteinn, sem er bæði höfundur og útgefandi bókarinnar segir að hún sé ekki kennslubók í kannabisreykingum heldur sé um að ræða umfjöllun um nytjar á plöntu sem býður upp á gríðarlega möguleika og eigi án efa eftir að setja mark sitt á landbúnað hér á landi sem víðar í heiminum á komandi árum.

Nýtingarmöguleikar

Í bókinni, sem er í handhægu broti og ríkulega myndskreytt, er meðal annars sagt frá grasafræði plöntunnar, saga hampnytja rakin og farið yfir þau not og nytjar sem plantan hefur upp á að bjóða.

Þorsteinn fjallar einnig um efnainnihald plöntunnar og ástæður þess að plantan var bönnuð og af hverju yfirvöld í Bandaríkjunum fóru í stríð við hana.

Ræktun hér á landi

Fyrir þremur árum hófst ræktun á iðnaðarhampi hér á landi og lagt hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að leyfð verði ræktun á lyfjahampi.

Þorsteinn segir að ræktun á hampi geti verið góð búbót fyrir bændur og skilað þjóðarbúinu talsverðum tekjum.

Hann segist einnig vona að bókin muni opna fyrir uppbyggilegar umræður um hamp sem að hans mati, og fleiri, hefur lengi verið á einn veg og það neikvæð.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...