Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Yfirlitsmynd af Iðnaðarsýningunni 2023 sem haldin var í Laugardalshöll um sl. mánaðamót.
Yfirlitsmynd af Iðnaðarsýningunni 2023 sem haldin var í Laugardalshöll um sl. mánaðamót.
Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
Líf og starf 12. september 2023

Iðnaðarsýningin 2023 afar vel heppnuð

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Timbur úr íslenskum skógum, þar á meðal úr skógum bænda, var meðal þess sem kynnt var á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll sem fór fram dagana 31. ágúst til 2. september.

Skógargeirinn sameinaðist um bás á svæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem auk timburs var kynnt þróunarstarf í timburnytjum og menntun á sviði skógræktar, skógarnytja og framleiðslu afurða úr skóginum.

Skógargeirinn er samstarfsaðili nokkurra styrkhafa hjá Aski – mannvirkjarannsóknasjóði og vinnur að verkefninu Uppbygging á úrvinnslu skógarafurða, sem skilgreint er í Vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð.

Aðsókn með mestu ágætum

Aðsókn á Iðnaðarsýninguna 2023 var með mestu ágætum enda eftir mörgu að slægjast hjá þeim yfir hundrað sýnendum sem þar voru. Gestir streymdu í Laugardalshöll og virtust ekki láta minni háttar votviðri aftra sér frá því að mæta.

Sýningafyrirtækið Ritsýn, í samvinnu við Samtök iðnaðarins, hafði veg og vanda af sýningunni.

Ekki er ætlunin að gera upp á milli sýnenda enda hver öðrum glæsilegri. Það er þó að gefnu tilefni í málgagni bænda sem fjalla má um viðamikinn bás Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þar sem saman voru kynnt mörg uppbyggileg verkefni sem öll hafa fengið styrk úr nýsköpunarsjóðnum Aski, styrktarsjóði HMS. Þar fékk ört vaxandi íslenskur timburiðnaður að vera með undir kjörorðunum Íslenskt timbur, já takk!

Fulltrúar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands, Skógræktarinnar og skógræktarfélaga kynntu vaxandi viðarnytjar.

Að básnum stóðu einnig Trétækniráðgjöf sf., Iðan-fræðslusetur, Garðyrkjuskólinn-FSU og Landbúnaðarháskólinn, enda er þróunarstarf, bætt þekking og fræðsla grunnurinn að öllum framförum. Frekari upplýsingar: idnadarsyningin.is.

Ekkert helvítis kjaftæði!

Á föstudeginum fór fram ráðstefnan CIRCON þar sem fjallað var um hringrásir í byggingariðnaði.

Framsögumenn sögðu frá ýmsum áhugaverðum verkefnum sem öll áttu það sammerkt að stuðla að eflingu byggingariðnaðar í sátt við umhverfið.

Fundarstjóra varð tíðrætt um fyrrverandi vinnuveitanda sinn sem lýsti íslenskri menningu í mannvirkjagerð með einni stuttri setningu: „Gerðu það hratt og örugglega og ekkert helvítis kjaftæði.“

Almennt taldi fundarfólk að leggja þyrfti meiri áherslu á undirbúning verkefna og taka tillit til umhverfisþátta í nútíð og framtíð.

Hægt er að nálgast streymi og frekari upplýsingar um ráðstefnuna á vefjum Grænni byggðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Skylt efni: Iðnaðarsýningin

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f