Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Mynd / Eyjafjarðarsveit
Líf og starf 21. desember 2021

Íbúar í Brúnahlíðarhverfi og á Sandhólum hrepptu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2021

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðar­sveit og ábúendur á Sandhólum hlutu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021, en verðlaunin eru afhent annað hvert ár fyrir annars vegar íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. „Öll berum við ábyrgð á ásýnd sveitarinnar og góðar fyrirmyndir skipta máli,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar þar sem getið er um verðlaunin.

Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjóthleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær, heildarsvipur fallegur og fær hverfið verðlaun sem ein heild.

Elísabet Wendel og Jóhannes Sigtryggsson á Sandhólum fengu umhverfisverðlaun fyrir árið 2021 en þau reka kúabú og þykir ásýnd heim að bæ þeirra falleg.

Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg segir í umsögn og að falleg ásýnd sé að bænum þar sem tækjum er snyrtilega raðað upp. 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...