Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin.
Mynd / Eyjafjarðarsveit
Líf og starf 21. desember 2021

Íbúar í Brúnahlíðarhverfi og á Sandhólum hrepptu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2021

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðar­sveit og ábúendur á Sandhólum hlutu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021, en verðlaunin eru afhent annað hvert ár fyrir annars vegar íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. „Öll berum við ábyrgð á ásýnd sveitarinnar og góðar fyrirmyndir skipta máli,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar þar sem getið er um verðlaunin.

Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjóthleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær, heildarsvipur fallegur og fær hverfið verðlaun sem ein heild.

Elísabet Wendel og Jóhannes Sigtryggsson á Sandhólum fengu umhverfisverðlaun fyrir árið 2021 en þau reka kúabú og þykir ásýnd heim að bæ þeirra falleg.

Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg segir í umsögn og að falleg ásýnd sé að bænum þar sem tækjum er snyrtilega raðað upp. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...