Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í fyrsta skipti fjallað sérstaklega um landeldi
Fréttir 18. janúar 2024

Í fyrsta skipti fjallað sérstaklega um landeldi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að frumvarpi um lagareldi liggja í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnarfrestur rann út í gær.

Í fyrsta skipti er sérstaklega fjallað um „landeldi“ í löggjöfinni, en áður hefur regluverk greinarinnar byggt að mestu á lögum um fiskeldi.

Er þar leitast eftir að draga fram þau sérkenni sem skilja að landeldi frá sjókvíaeldi, sem helgast af ólíku eldisumhverfi og ólíkum áskorunum bæði fyrir rekstraraðila og Matvælastofnun, sem fer með ytra eftirlit með starfseminni en rekstraraðilar með innra eftirlit.

Dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti

Markmið frumvarpsins er að skapa skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar í lagareldi á Íslandi með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Þá er með frumvarpinu stefnt að því að dýravelferð og sjúkdómavarnir verði hér á landi með besta hætti á heimsvísu.

Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum sem ná til sjókvíaeldis. Þar má nefna að áhættumat erfðablöndunar verður gefið út í fjölda fiska, lögfestingu núgildandi friðunarsvæða og friðun Eyjafjarðar og Öxarfjarðar, breytt fyrirkomulag á útfærslu og framkvæmd áhættumats erfðablöndunar, aukið eftirlit Matvælastofnunar, breytingar á leyfilegum lífmassa vegna affalla og lúsasmits og hertar reglur um kynþroska fisk.

Lög um hafeldi sem þó er ekki enn stundað

Þá er í frumvarpinu einnig fjallað um hafeldi, sem er sjókvíaeldi á svæðum sem eru utan friðunarsvæða og viðmiðunarlínu um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Hafeldi er þó ekki enn stundað við Ísland, en aukinn áhugi hefur verið á starfseminni síðastliðin ár. Í greinargerð með frumvarpinu segir að til að komast að því hvort og hvar hafeldi sé vænlegt í íslenskri lögsögu þurfi að ráðast í ítarlegar rannsóknir sem sníða þarf ramma um.

Einnig þurfi að skapa ramma um leyfisveitingaferlið en miklu máli skipti að fyrirsjáanleiki og skýr löggjöf séu fyrir hendi til að styðja við fyrstu skref greinarinnar.

Drögin að frumvarpinu er afrakstur umfangsmikillar stefnumótunarvinnu sem hófst í byrjun árs 2022

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...