Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Í fríi allt árið
Skoðun 25. janúar 2016

Í fríi allt árið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Trúarhátíðir eru helstu frídagarnir ársins og hægt að fjölga þeim með því að vera fjöltrúar og nýta sér alla frídaga sem hin mismunandi trúarbrögð bjóða.

Rétttrúnaðarkirkjan, armenska kirkjan og rastafarar halda jól snemma í janúar og upplagt að halda aftur jól. Um miðjan mánuðinn er gott að rifja upp nokkrar möntrur því þá vegsama búddistar Shinran.

Skömmu eftir miðjan janúar halda tré upp á áramótin og upplagður frídagur fyrir áhugamenn um trjárækt.Kínverjar halda upp á áramótin á fyrsta fulla tungli í janúar eða febrúar.

Í Japan er sérstæð hátíð í febrúar sem kennd er við sáningu bauna. Hindúar halda fórnarhátíð í febrúar þar sem brennt er reykelsi og borðaðar hnetur. Bollu-, sprengi- og öskudagur, allt góðir og gildir frídagar. Ekki gleyma þorrablótunum.

Írar fagna heilögum Patreki í mars og í kaþólsku er í mars dagur kenndur við Jósep stjúpföður Krists og sjálfsagt að votta honum virðingu fyrir uppeldið á stráknum.

Vorjafndægur eru í mars. Fylgjendur Saraþústra líta á daginn sem upphaf nýs árs. Boðunardagur Maríu er 25. mars og sjálfsagt að taka sér frí.

Í apríl er afmælisdagur Rama, sjöttu líkamsmyndar Vishnu samkvæmt trú hindúa. Trúarleiðtogar sveifla sér í rólu fyrir framan mynd af Rama.Páskar eru fyrsta sunnudag eftir fullt tungl að loknum vorjafndægrum.

Fyrsti maí er frídagur af trúar­legum ástæðum hjá mörgum, upphaflega tengist hann fornri frjósemishátíð og reðurdýrkun.

Hvítasunnudagur er sjöunda sunnudag eftir páska. Þrenningarhátíð er sunnudagurinn eftir hvítasunnu. Austurkirkjan heldur sinn uppstigningardag í júní.

Í júní er upplagt að halda upp á lýðveldisdaginn, borgaralegan frídag, sumarsólstöður, Eldríðarmessu og dýradag.

Sumarfríin bjarga júlí og án þeirra væru skammarlega fáir frídagar í mánuðinum og helst að kroppa í daga eins og Margrétar-, Svitúns- og Ólafsmessu.

Íslendingar halda frídag verslunarmanna fyrstu helgina í ágúst. Hindúar fagna Raksha Bandham snemma í mánuðinum, 6. ágúst er helgidagur hjá grísku kirkjunni.

Fáir helgidagar eru í byrjun september og því upplagt að halda töðugjöld snemma.

Japanir gera mikið úr sólstöðum , 21. til 24. september. Egidíus-, Lamberts- og Maritíusmessa og engladagur eru í september.

Díónysíusmessa er snemma í október. 17. til  26. október halda hindúar stórhátíð og sjálfsagt að  fagna með þeim.

Kaþólikkar halda allraheilagra messu snemma í nóvember. Rastafarar minnast krýninga Haile. Leonardus-, Briktíus- og Cecílíumessa eru í nóvember.

Desember er mesti hátíðar­mánuðurinn hér á landi og því ótal afsakanir til að vera í fríi, jólaglögg, jólahlaðborð og verslunarferðir til útlanda.

Sé haldið upp á allar ofangreindar trúarhátíðirnar ætti að vera hægt að vera í fríi stóran hluta ársins. Einnig má halda upp á þjóðhátíðardag fjölmargra landa, afmælisdaga eða bara búa sér til sína eigin frídaga. Möguleikarnir eru óþrjótandi.

Skylt efni: Stekkur

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...