Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvoll 2
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 6. febrúar 2020

Hvoll 2

Erla Björk og Bergþór keyptu bæinn Hvol 2 árið 2011 og strax ári seinna mætti Alex í heiminn og árið 2014 Amanda. Þau segja að þar hafi nóg verið um að vera og þetta sé góður staður til að búa á. 

Býli:  Hvoll 2.

Staðsett í sveit:  Staðsett í Ölfusi.

Ábúendur: Erla Björk Tryggvadóttir, Bergþór Andrésson ásamt börnunum Alex Bjarka Bergþórssyni, 7 ára og Amöndu Björt Bergþórsdóttur, 5 ára.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum fjögur ásamt Bósa hundinum okkar.

Stærð jarðar?  Erum með 8,4 ha (svona frímerki).

Gerð bús? Hrossabú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hross, en á bænum eru yfirleitt um 20 hross en þau eru um 50 í eigu búsins en geymd á landmeiri jörðum. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað er að keyra krakkana í skólann og svo komið heim og riðið út og sinnt því sem þarf í kringum hrossin. Bergþór er í vinnu utan bús. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar folöldin eru að tínast í heiminn á sumrin. Leiðinlegast er klárlega girðingavinna.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu móti en með betri aðstöðu.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Hef ekki velt því fyrir mér.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Ef hann verður rétt markaðssettur þá verður hann vinsælli en hann er í dag. En það þarf að halda rétt á spilunum.

Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hrossum, en með því að opna á nýja markaði og vinna í exemrannsóknum gæti það aukist til muna.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ótrúlega mikið af sósum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það fer eftir því hver er spurður, grjónagrautur og slátur rennur ljúft niður hjá smáfólkinu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar stóðhesturinn okkar, Mári fra Hvoli 2, fór í fyrstu verðlaun. 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f