Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir.
Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á.
Kb6....þvingað.
Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á.
Ka6....aftur þvingaður leikur
Ha1 mát!
Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir. Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á. Kb6....þvingað. Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á. Ka6....aftur þvingaður leikur Ha1 mát! Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Líf og starf 16. desember 2024

Hvítur mátar í þremur leikjum

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson vann sigur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótsins í hraðskák sem fram fór 1. desember sl. í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík.

Helgi fékk 11,5 vinninga af 13 mögulegum og varð því Íslandsmeistari með miklum glæsibrag. Hilmir Freyr Heimisson varð annar með 11 vinninga og Stephan Briem þriðji með 9 vinninga.

Íslandsmótið í atskák fer fram laugardaginn 7. desember á Selfossi á Bankanum vinnustofu. Mótið hefst kl. 14.00 og tefldar verða níu umferðir. Tímamörk verða 10 mín. að viðbættum 3 sek. á hvern leik. Mótið er tilvalið fyrir áhugasama að taka þátt í.

Þrír Íslendingar tefla á London Chess Classic sem fram fer á Emirates vellinum, heimavelli fótboltaliðsins Arsenal. Það eru stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, ritstjórinn Björn Þorfinnsson og Björn Hólm Birkisson. Vignir Vatnar er efstur á mótinu þegar þetta er ritað. Af þessari upptalningu sést að það er nóg um að vera í skákinni innanlands sem erlendis.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...