Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hvítidalur 2
Bóndinn 28. nóvember 2022

Hvítidalur 2

Þau hjónin Þorbjörn Gerðar og Dögg Ingimundardóttir búa á Hvítadal 2 í Saurbæ og fáum við að líta í heimsókn.

Býli? Hvítidalur 2, Saurbæ Dalasýslu.

Ábúendur? Dögg Ingimundardóttir og Þorbjörn Gerðar.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við hjónin og svo börnin okkar Victor Breki (21), Karen (18), Birna Rós (13) og Gerðar Freyr (3) en svo eigum við líka alveg helling í Þorsteini Fannari (19). Einnig eigum við hundana Mikka, Skottu, Vask, Kat og Bósa og kettina Camillu og Rupp.

Stærð jarðar? Rúmir 600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú en eigum þó líka 6 hesta og 6 hænur.

Fjöldi búfjár? Í kringum 200 vetrarfóðrað, stefnum þó á fjölgun.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Yfir vetrarmánuðina þaf að byrja á að koma yngri börnunum í skólabílinn, eftir það förum við í fjárhúsin og lítum eftir hrossum og hænsnum og gefum þar sem þarf, því næst reynum við að dytta að því sem þarf og sinna öðrum tilfallandi verkefnum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er alltaf mjög yndislegur tími en einnig er mjög gaman þegar heyskapur gengur vel.

Leiðinlegustu bústörfin eru án efa að hirða rúllurnar heim eftir góðan heyskap.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi bara nokkuð svipað fyrir utan að við stefnum á að fjölga aðeins ef vel gengur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, mjólk ásamt endalausum sultukrukkum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille með heimagerðri bernaise og kartöflum klikkar ekki og í uppáhaldi hjá öllum á heimilinu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það hafi ekki verið í vor þegar það snjóaði. Þegar 5 dagar voru búnir af sauðburði þurftum að taka inn allt lambfé og 2/3 af kindunum báru á 3 sólarhringum með allt inni. Það var orðið frekar lítið pláss í húsunum en sem betur fer skánaði veðrið hratt eftir það.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...