Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?
Á faglegum nótum 18. september 2015

Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?

Höfundur: Sigurður Jarlsson
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi jarðvegssýnatöku. 
 
Um áraraðir hafa jarðvegssýni hér á landi verið tekin úr efstu 5 cm túna. Víða í nágrannalöndum okkar er því þannig háttað að sýni eru tekin úr efstu 10 cm túna og um 15 cm úr akurlendi. Í fyrra byrjaði RML að taka sýni með þessum hætti. Það er mat sérfræðinga að niðurstöður þessara sýna séu mun áreiðanlegri en sýna sem tekin eru úr minni dýpt. 
 
Til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á sýrustigi og magni plöntunærandi efna í efsta jarðvegslagi túna og akra er æskilegt að taka úr þeim jarðvegssýni á 5–8 ára fresti. 
 
Í haust mun RML bjóða upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðunum eins og áður. Unnið er samkvæmt gjaldskrá en gera má ráð fyrir að kostnaður við sýnatöku, efnagreiningu og túlkun á þremur jarðvegssýnum gæti orðið um 38.500 + VSK. Ef við gerum ráð fyrir að jarðvegssýnataka sé viðhöfð á sjö ára fresti þýðir þessi liður í bússtjórninni 5500 krónur á ári sem er léttvæg upphæð í samanburði við önnur útgjöld í fóðuröflunarkostnaði meðal bús.
 
Jarðvegssýni sem ráðunautar RML taka í haust verða send til greiningar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Mælt verður sýrustig og 10 stein- og snefilefni, P, K, Ca, Mg, Na, S, Fe, Cu, Mn og Zn.
Þegar niðurstöður efnagreininga liggja fyrir munu ráðunautar RML fara yfir niðurstöður þeirra og senda bændum túlkun á þeim sem mun nýtast við gerð áburðaráætlana og öðrum verkefnum er tengjast jarðræktinni. 
 
Varðandi jarðvegssýnatöku er rétt að nefna að það er óæskilegt að taka sýni þar sem búfjáráburður hefur verið borin á síðsumars eða í haust. 
 
Jarðvegssýnataka mun hefjast upp úr miðjum september. Æskilegt er að sem flestar pantanir liggi fyrir þá. Hægt er að panta rafrænt á heimasíðu rml.is, eða með því að hringja í síma 516-5000.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...