Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.
Á faglegum nótum 7. maí 2021

Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vöxtur plantna er í grófum dráttum í tvær áttir. Í átt að ljósi til að nýta ljósið til tillífunar og í átt að miðju jarðar eða niður á við. Hópur grasafræðinga við Háskólann í München ásamt fleiri vísindamönnum hafa undanfarið unnið að rannsóknum á þessum vexti og hvað stjórnar honum.

Allir sem hafa fylgst með vexti plantna, hvort sem það er í náttúrunni eða í eldhúsglugganum, vita að blöðin leita í áttina að birtu hvort sem hún kemur frá sólinni eða rafmagnsperu. Ástæða þessa er að í blöðunum eru grænukorn sem nýta birtuna til að planta geti vaxið og dafnað. Á svipaðan hátt leita rætur plantna niður á við og sækja vatn og nauðsynleg næringarefni í jarðveginn.

Vextinum er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við.

Fyrrgreindir vísindamenn hafa undanfarið verið að skoða þessi auxin og hvernig þau fara að því að beina vextinum í ákveðna átt. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því að kanna áhrif efnisins Naptalan, Napthylphphthalic acid, á getu auxin til að stjórna vextinum. NPA hefur verið notað sem illgresiseitur bæði í löndum Evrópusambandsins og í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir tvíkímblöðunga.

Dr. Ulrich Hammes, sem er í forsvari fyrir rannsóknarinnar, segir að NPA geti verulega dregið úr vexti plantna með því að hamla virkni auxina og að þannig megi nota það til að draga úr vexti illgresis sé það rétt notað. Hammes segir að rannsóknir af þessu tagi séu rétt skref í áttina að betri notkun á varnarefnum og aukinni landnýtingu í landbúnaði og öruggari matvælaframleiðslu.

Skylt efni: Grasafræði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...